Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 35
L Æ KNABLAÐIÐ Mi þvingaðir til þess að gefa afslátt á borgun fyrir verk þeirra og það svo um munar. Skal hér nefnt eitt dæmi til skýringar: Samkvæmt gjaldskrá liéraðslækna ber þeim 2 krónur fyrir viðtal með einfaldri rannsókn eða samkvæmt núgildandi ákvæðum frá 1. marz 1943 4 krónur. En ef þessar tvær krónur væru reiknaðar með réttri grunnkaups- Iiækkun og núverandi verðlagsupp- bót, þá ættu þeir að fá rúmar 8 krónur. Afsláttur þeirra frá gjald- skrá sem héldi sér við sannvirði er því meira en 50%. Á þessu sjá allir, sem með sanngirni vilja á málið líta, að ekki er liægt að ætlast til meiri afsláttar af hendi héraðs- læknanna, og að allt öðru máli var að gegna, meðan gjaldskrárgreiðsl- urnar voru í sannvirði. Afsláttur á lyfjum frá lyfjaskrár- verði lijá þeim héraðslæknum, sem lyfjasölu verða að liafa, getur ekki komið til mála á þessum timum. Á lyfjasölu héraðslækna er alla jafna lítill hagnaður og nú á timum er lyfjaverð oft svo reikult að vel þarf að vera á verði svo ekki verði tap á lyfjasölunni, þó enginn afsláttur sé gefinn. Þá niá benda á það í þessu sam- bandi að ekki má ætlast til þess að ríkisstyrktum samtökum sé ætlað að vera styrkþegar lijá læknum, heldur sé tilgangurinn sá að gera þátttakendum auðveldara um að greiða óhjákvæmilegan veikinda- kostnað og þá einnig liina auðvirði- legu þóknun fyrir læknisverkin. Loks skal það tekið fram að þar sem gert er og gera verður ráð fyr- ir að sjúkrasamlögin borgi læknun- um aðeins með löngu millibili, senni- lega á ársfjórðungs- eða misseris- fresti, þá telja margir héraðslækn- ar, að það fyrirkomulag krefjist meira skrifstofuhalds lijá þeim held- ur en ef við staðgreiðslur væri að eiga, einkum þar scm allt bókhald bæði að þvi er snertir læknisverk og lyfjasölu, verður að vera mjög nákvæmt um alla smámuni, svo ekki verði aðfundið eða véfengt og Tryggingarstofnunin geti jafnan fengið nákvæmar skýringar á hverju smáatriði, ef sjúkrasamlögin leita álits hennar um læknisreikningana. Það væri því engin ósanngirni þó liéraðslæknar færu þess á leit, að sjúkrasamlögin greiddu þeim auk- reitis nokkurn styrk til skrifstofu- halds. Hér að framan hafa nú verið færð rök fyrir þvi að það er síður en svo sanngjarnt, né liægt að ætlast til þess, að héraðslæknar gefi af- slátt af verkum sínum eða löggiltu lyfjaverði. Stjórn Læknafélags íslands lýsir sig þvi yfirleitt ósamþykka slíkum samningum og mun ekki staðfesta þá (sbr. 9. gr. félagslaganna), nema hún sannfærist um að sérstakar á- stæður séu fyrir hendi. Hún vill þó ekki binda svo liend- ur héraðslæknanna, að þeir ekki megi vera sjálfráðir um að gcfa lít- ilsháttar afslátt af borgun fyrir læknisverk t. d. 5%, ekki sízt, ef einhver fríðindi koma á móti eða þeir telja einliverjar sérstakar á- stæður fyrir liendi. Skal þá sjálft samningsuppkast Tryggingarstofnunarinnar tekið til athugunar, hverjar breytingar ým- ist eru nauðsynlegar, æskilegar eða geta komið til mála. 1. Við 1. gr. liefur stjórn L. f. ekk- ert sérstakt að athuga en vill að- eins benda á það, að auðvitað get- ur einnig komið til mála að semja um læknislijálp í sjúkrahúsum, ef þannig stendur á. 2. Við 2. gr. Rétt er að síðari sctn- ing greinarinnar falli burtu. Það er ástæðulaust að ætlast til þess að héraðslæknar vaki yf-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.