Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 36
142 L Æ K N A B L A Ð I Ð ir skilsemi samlagsmanna né að- stoði við innheimtu gjaldanna. Það virðist sjálfsögð skylda sam- lagsstjórnar, enda er lienni i lófa lagið að innheimta gjöldin yfir- leitt, þar sem á þeim er lögtaks- réttur. Héraðslæknirinn á þvi einskis i að missa þó samlagsmaður á ein- liverjum tíma liafi ekki greitt til- iag sitt i tæka tíð. Þetta má ein- mitt búast við að oft geti licnt í sveitasamlögum þar sem menn e. t. v. ekki nenna að snatta mánað- arlega með fáar krónur. — Stjórn L. í. vill benda héraðs- læknum á þetta. 3. Við 3. gr.: a. Inn í fyrstu málsgrein bætist á eftir „helgidögum“ — „og löggiltum frídögum“. Þarf ekki skýringar við. b. Önnur málsgr. verði þannig: „Starfstim lækna cr frá kl. 8—20“. Það virðist nóg að ætla læknum 12 tima vinnu á dag. 4. Við 4. gr.: a. í annari málsgr. falli burtu orðin: „getur ekki .... til jafnframt“ og b. í þriðju málsgr. falli orðin „og getur“ út setninguna, nið- ur. Það liggur i auguin uppi að héraðslæknir getur ekki neit- að að stunda sjúklinga. c. Síðast i 4. málsgr. í stað „stéttarfélags lækna“ komi „Læknafélag íslands“. Það virðist vera rétt að taka af öll tvímæli um þetta, þar sem stéttarfélögin eru orðin svo mörg, en sjálfsagt að einmitt kærur og sættir sé i liöndum L. í. 5. Við 5. gr.: I. Síðustu línurnar orðist þann- ig: „greiðist samkvæmt gjald- skrá fyrir héraðslækna frá 11. jan. 1933 og auglýsingu nr. 30 1. marz 1943, um brcytingu á gjaldskrá hér- aðslækna“. v II. b.-liður orðist þannig: Samlagið grciðir venjulegan tanndrátt með eða án deyf- ingar eftir gjaldskrá héraðs- lækna. Hinsvegar greiðir samlagið ekki fyrir gerfitenn- ur eða viðgerðir á tönnurn. III. c. Síðustu orðin „að frá- dregnum 10% i afslátt“ falli burt. IV. Næsta málsgrein verði þann- ig: „Samlagslækni er heim- ilt að visa sjúklingi sinum á kostnað S......... til þeirra sérfræðinga, sem samlagið hefur samið við og að öðru leyti samkvæmt samþykkt samlagsins. Sjúkrasamlagið greiðir ekki aágrannalækn- um læknishjálp fyrir sam- lagsmenn nema með sam- þykki samlagslæknis." V. Stjórn L.í. þykir nokkuð langur gjaldfrestur, ef ekki er borgað nema á missiris fresti. Ætti helzt að vera árs- fjórðungslega. Annars vita héraðslæknar sjálfir hvað þeim kemur bezt í þeim efn- um. VI. Við 7. gr. í mörguin samning- um er það einnig tekið fram, að hann skuli staðfestur af stjórn L.í. — Breytingartillögurnar við 5. gr. liðina I.—IV. Þarf ekki að fara inörgum orðum um. Þær eru i sam- ræmi við það, að enginn afsláttur skuli gefinn. Það mun liafa fallið úr greininni — vonandi af vangá — að taka fram liækkunarauglýsinguna. Oss finnst sjálfsagt, að samlagið greiði dcyf-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.