Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 26
132 LÆKNABLAÐIÐ skýla, liver innan sins héraðs, enda séu þau sjúkrahús eða sjúkraskýli aðeins við hæfi liér- aðanna og taki ekki yfir 20 sjúklinga. 2. gr. Lausar sjúkrahúsalæknis- stöður (yfirlæknisstöður) við önnur sjúkrahús eða stærri en getur i 1. gr., skal jafnan aug- lýsa nieð minnst 3 mánaða fyrirvara. Þegar í hlut eiga sjúkraliús önnur en ríkissjúkrahús, skal leita staðfestingar ráðherra á auglýsingum um lausar sjúkra- húsalæknisstöður, áður en birt- ar eru, og getur ráðherra i ein- stökum tilfellum með ráði landlæknis krafizt, að selt séu sérstök skilyrði um framhalds- nám og sérþekkingu umsækj- anda, sem til greinageti komið. Umsóknir skal senda land- lækni. Ráðherra úrskurðar, að fengnum tillögum landlækn- is, hverjir umsækjendur séu hæfir i stöðuna. Landlæknir sendir síðan umsóknirnar stjórnenduni hlutaðeigandi sjúkrahúsa, ásamt umsögn sinni um umsækjendur og til- lögum um ráðningu i stöðuna. Ákvæði þessarar greinar taka ekki til ráðningar yfir- lækna við sjúkrahús, sem um ræðir i síðustu málsgrein 4. greinar laga nr. 30, 19. júni 1933, en stik ráðning er þó engu siður háð úrskurði ráðherra. um að hlutaðeigandi sé hæf- ur í stöðuna. 3. gr. Prófessorinn í lyflæknisfræði við Háskólann, skal jafnframt vera yfirlæknir lyflæknisdeild- ar Landspítalans og prófessor í handlæknisfræði jTfirlæknir liandlæknisdeildarinnar. Aðrar yfirlæknisstöður við ríkisspítalana veitir ráðherra með ráði landlæknis, að fengn- um tillögum læknadeildar Há- skólans og stjórnarnefndar ríkisspitalanna. Þegar völ er kennara í læknadeild Háskól- ans í þeim sérgreinum, er sér- stakir læknar ern ráðnir til að sinna í Landsspitalanum eða öðrum ríkissjúkrahúsum i Reykjavík og grennd, skulu kennararnir að jafnaði ganga fvrir öðrum til þeirra starfa Iiver i sinni sérgrein.“ Svaraði stjórn L.í. því bréfi á þennan veg: „Vér þökkum hréf yðar dags. 27. júlí síðastl., ásamt uppkasti að reglugerð um ráðningu sjúkrahúslækna. Hefur stjórn L.l. athugað uppkasl þetta og ekkert fund- ið við það að athuga, það sem það nær. En vér teljum rétt, að taka einnig upp i þessa reglugerð reglur um veitingu fyrstu aðstoðarlæknisembætt- anna á rikissjúkraliúsunum, að minnsta kosti þeirra, sem þegar cvu orðnar fasfar stöður

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.