Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 30
130 L Æ K N A B L A i) I 1) dagafjölda á undanförnum ár- um, að þau skila öll meira en 100% afköstum, cn þó er jafn- an mikill fjöldi sjúklinga, er bíður eftir sjúkrahúsplássi. Telur nefndin vera á því brýna þörf, að úr þessu verði bætt liið allra fyrsta, og vill gera um það eftirfarandi lil- lögur: 1. Stækkun verði gerð á Land- spitalanum, þannig, að lyf- læknisdeildin og handlækn- isdeildin rúmi 120—130 sjúklinga hvor, þar í inni- falin rúm fyrir 40—60 börn. 2. Komið verði upp deild eða sjúkraliúsi, er annist liand- iæknisaðgerðir vegna út- vortis berkla, beinbrota og bæklunarsjúkdóma. Hæfi- leg stærð mundi vera allt að 80 sjúkrarúm. í sambandi við þessa deild þyrftu nauðsynlega að fara fram æfingalækningar, unz sjúklingarnir gætu útskrif- azt heim til sín eða til ann- arar hæfilegrar stofnunar. 3. Reist verði hæli er taki við sjúklingum með langvinna sjúkdóma er einkum þarfn- ast hjúkrunar, en ekki vandasamra læknisaðgerða á sjúkrahúsum inni í bæn- um. Þar ættu að fara fram vihnulækningar er gætu orðið vistmönnum til stæl- ingar eða þjálfunar, sem tengiliður milli liælisvistar og starfs. Vel mundi fara á því að þetta liæli starfaði i tveim deildum. Tæki önn- ur við fólki, er ætla má að yrði þar langdvölum, en hin við fólki til skemmri dvalar t. d. í afturbata eftir slys, eða skurðlæknisaðgerðir á útlimum (sbr. 2). Leggja ber áherzlu á að slíkt liæli yrði reist utan bæjar, en þó eigi mjög fjarri, svo að vist- mönnum vrði kostur sem víðtækastra starfsskilyrða. Rekstur slíks hælis ætti að geta orðið mun ódýrari en venjulegra sjúkrahúsa. Örð- ug't er að gera sér fulla grein fyrir, hve slórt slíkt liæli þyrfti að vera, en naumast mætti það þó vera minna en svo að það rúm- aði 70—80 vistmenn til að byrja með. 4. Byggt verði farsótta- og sóttvarnahús, er rúmi 70— 80 sjúklinga. Er þá gert ráð fyrir, að 10—20 rúm verði til ráðstöfunar fyrir berkla- sjúklinga, sem eigi er unnt að vista á heilsuhælum vegna veikinda þeirra. 5. Fjölgað verði sjúkrarúmum fyrir geðveikt fólk, svo að þau verði samtals allt að 400 fyrir allt landið. Auk þess væri nauðsynlegt að sérdeild væri komið upp vegna ofdrykkjufólks. 0. Loks telur nefndin ríka nauðsjm til bera að komið verði upp fávitahæli fvrir

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.