Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 10
36 Læknablaðið us recti. Útferð á cancer, i*yll- inæð eða proctitis. Ivláði við endaþarminn á pruritus ani eða parasita. Bólgur með verkjum á fistulu með retentio, ígerð eða dermoidcystur. Undir viss- um aðstæðum getur hægða- tregða bent á cancer og niður- gangur á colitis eða proctitis. Sjúkrasagan getur auðvitað að- eins verið bending um sjúk- dómsgreininguna, en hún verð- ur alltaf, nema þá lielzt við pruritus ani, að byggjast á hinni objectivu skoðun. Við rannsákn er sjúklingur- 'inn annaðhvort látinn krjúpa í hné-olnbogastöðu á rann- sóknarborðinu, eða liggja i vinstri hliðarlegu, og er þá höf- uð og bolur beygður fram á við og beygt í mjöðmum og hnjám, þannig, að hann ligg- ur í kút með rassinn úti á borð- röndinni. Þægilegra er, að skjóta undir hann litlum púða eða samanbrotnu handklæði. Analregionin er nú skoðuð og palperuð. Til smurnings er handhægt að nota: Tragant. pulv...........g. 7 Glycerin ............... g. 60 Sol. hydrarg. chlor. cor- rosiv. . .. :........ lc/(( ad g. 300 Þetta er þykkur vökvi, sem auðvelt er að þurrka af. Af því sem búast má við að finna við þessa rannsóknarað- ferð, má fyrst nefna pruritus ani. 1 ranninni er ekki hægf að neita pruritus, þótt ekkert finnist við rannsókn, því að pruritus er ekki morbus sui generis, aðeins einkennaheiti, sem ekki segir annað en að sjúklingurinn hafi langvarandi kláða við anus. Venjulega sjásl og finnast ])ó breytingar. Húð- in er þykk, oft eins og leðm-, hrjúf, og bundin við dýpri partana vegna bandvefsbreyt- inga i subcutis. Oftast eru klór, rispur og sprungur. Venjuleg- ur hörundslitur er horfinn, húð in er gráhvít, gráblá, stundum rauð ef infection er, eða hún liefir exematiserazt, sem oft vill verða. Þá sést ytri gyllinæð. Það er ástæðulaust að lýsa henni nán- ar, nema því sérstaka ástandi, þegar trombosis hefir orðið. Sjúklingurinn verður hennar þá var vegna skyndilegra verkja við anus, og það eru einmitt verkirnir, sem reka hann til læknis. Það sem með- al annars greinir tromboser- aða gvllinæð frá igerð er ])að, að igerðin er lengur að mvnd- ast, að gyllinæðin er alveg inn við anus og' að litur hennar er dökkbláleitur. Ef tromboseruð gyllinæð hefir inficerazt, in- fektionin breiðst út og mvndað ígerð, er vitaskuld erfitt að dæma um upprunann. Igerð getur verið hvar sem vera skal í analregioninni. Ef ígerð eða bólga kemur livað eftir annað neðst yl'ir spjaldbeininu, er lík-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.