Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 22
48
LÆKNABLAÐIÐ
þetta reynist mjög erfitt, verð-
ur að svæfa sjúklinginn, og
vikka út sphincter ef með þarf.
Það skal þó vel athugað hvort
um innri gyllinæð er að ræða,
því oft hefir verið revnt í mis-
gripum að troða ytri gyllinæð
inn í rectum. Sjúklingurinn er
látinn liggja, fótagaflinn stnnd-
um hækkaður, og bakstrar,
vættir t. d. í bórsýruupplausn,
hafðir við endaþarminn, og er
þeim oft skipt.
Að öðrn leyti er palliativa
meðferðin í því fólgin, að halda
hægðum i lagi, og nota þarms-
stauta. Það er réttast að nota
liana ef gylhnæðin er lítil, og
óþægindin hafa slaðið stuttan
tíma því oft lagast hún án frek-
ari aðgerða. Hana skal einnig
nota við vanfærar konur og
eftir fæðingu, nema þá að mik-
il blæðing sé frá gvlliniæðinni.
Að öðru levti er innspýting-
araðferðin notuð við fyrsta og
annars stigs gvllinæð. Þessi
aðferð hefir hlotið misjafna
dóma, en ef hún cr gerð tækni-
lega rétt, notaður haefilegur
sprautuvökvi, og indikationin
dæmd rétt, cr hún mjög liand-
hæg og árangursrík læknisað-
gerð.
Til innspýtingar cr notað
5% phenol, uppleyst i oleum
amygdalatis með 0,4% mentli-
ol. Nota má venjulega record-
sprautu og langa nál, en hezt
er að hægt sé að skrúfa nálina
á konusinn og að eyru séu á
sprautunni. Sjúklingurinn ligg-
ur i vinstri ldiðarlegu, venju-
legt, 7—8 cm. langt, proctoscop
er fært inn i endaþarminn,
sjúklingurinn er áminntuf um
að anda rólega og spenna ekki
kviðarvöðvana, þvi við það
bungar gyhinæðin of mikið inn
í proctoscopið. Ahaldið er nú
dregið út, þar til innra opið cr
í ano-rectalhringnum, og
stungan gerð rétt fyrir ofan
hann, þ. e. a. s. i stilk gyllinæð-
arinnar, ekki í hana sjálfa.
Vökvinn á að fara i submucosa
og dreifast ]iar vel um. Við
þetla bungar slímhúðin út, og
sésl þá æðanetið greinilega ef
um fyrstu innspýtingu er að
ræða, því eftir hana kemur
bandvefsmyndun jafnan á
staðnum. Ef þetta ekki verður,
er það merki þess, að annað
Iivort sé of grunnt eða of djúpt
sprautað. Ef of grunnt er dælt
kemur fram Iivítleitur, hlóð-
laus hlettur í kring um stung-
una. Verður þá að ýta nál-
inni lengra inn, því annars nær
aðgerðin ekki tilætluðum ár-
angri, auk ]>ess sem drep getur
mvndast. Ef of djúpt eða of
neðarlega er sprautað, kennir
sjúklingurinn sársauka, því að
skleroserandi efni er þá dælt í
þarmvégginn. Ef rétt er að
gert, á sjúklingurinn aðeins að
kenna þrýstings cða smáóþæg-
inda.
Aðalgyhinæðastaðirnir eru
þrír, tveir hægra megin og einn