Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 28
54 LÆKNABLAÐIÐ 189(i—97 og lók inntökupróf i þann bekk vorið 1897. Var hann í Lærða skólanum 3næstu vetur, en las námsgreinar 5. og (i. bekkjar utan skóla veturinn 1900—1901 og lók stúdentspróf þá um vorið. Gekk síðan á læknaskólann og tók embættis- próf þaðan í júní 1905, sigldi þá um liaustið og sótti sjúkra- bús á annað ár i Káupmanna- böfn, Árósum og' Múnchen og kynnti sér einkum geðsjúk- dóma og taugasjúkdóma. í þessari utanför kynntist hann konu sinni, er síðar varð, Ellen Jobanne, dpttur .1. L. J. Kaa- bers, framkvæmdastjóra í Kaupmannahöfn. Kvæntist bann henni 4. febr. 1909; eign- uðust þau 7 börn, sem öll eru uppkomin, og bafa þau reynzt hin nýtustu, hvert á sinu slarfs- sviði. Þegar fyrsta geðveikraliælið hér á landi tók til starfa á Ivleppi árið 1907, varð Þórður yfirlæknir þar — og' eini lækn- irinn lengst af. Þar vann bann sitt aðal-ævistarf. Er starf geð- veikralækna eilt liið vanþakk- látasta læknisstarf og hefir jafnaii verið, bæði hér og ann- ars staðar; hér jók það á erf- iðleikana, að hælið var frá upp- hafi langt of lítið, og' varð því alla tið að synja um hælisvisl fyrir fjölda sjúklinga, sem sótt var um vist fyrir og liöfðu henn ar fulla þörf; má nærri geta, að ekki bafi verið auðvelt að gera öllum til liæfis, þótt yfir- læknirinn væri allur af vilja gerður. Um liin eiginlegu lækn- isstörf Þórðar við hælið brest- iU’ mig' bæði kúnnugleika og þekkingu til að dæma, en það veit ég af kynnum mínum af honum, að hann muni liafa rækt þau af alúð og fyllstu samvizkusemi, þrátt fyrir erf- i'ðar aðstæður alla tíð og mik- inn lieilsubrest, einkum hin síð- ari árin. Ilann fékk lausn frá yfirlæknisstarfinu 1. jan. 1940. — Búrekstur á Kleppi liafði bann á liendi framan af, auk læknisstarfanna, og er það mál þeirra, sem til þekktu, að það starf hafi liann levst af hendi með mestu prýði. Gerði liann þar stórfelldar jarðabætur, stundum í lítilli þökk stjórn- arvaldanna, breytti óræktar mýrum og melum í töðuvöll og sýndi svo mikla hagsýni við allan rekstur búsins og stjórn vinnubragða, að lil fvrirmynd- ar var. Nokkurn þátt tók hann i opinberum störfum, en vafa- laust minni en orðið befði, ef heilsan hefði enzt betur. Kennslu hafði hann á hendi á annan tug ára í geðsjúk- dómafræði og réttarlæknis- fræði við Læknaskólann og sið- ar við læknadeild Háskólans, en varð að láta af því starfi heilsunnar vegna. Prófessors- nafnbót var bann sæmdur 1928. Kynni okkar Þórðar hófust vorið 1897, er hann kom til

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.