Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.03.1947, Blaðsíða 31
57 fsreining hvítu blúdkuriiaiina („difíerential ta!ning“) í sambandi við manneldis- rannsóknirnar 1939—40 var fólkið, sem þær tóku lil skoð- að allrækilega. Meðal annars var blóðrauði mældur og um leið var blóðdropi strokinn út á gler (blóðstroka) til skoðun- ar og talningar síðar. Um blóð- rauðamælingarnar var getið í skýrslunni, sem gefin var út um rannsóknirnar, en þá liafði ekki unnizt tími til þess að at- huga allar blóðstrokurnar. Flestir þeirra, sem fengizt liafa við blóðskoðun liér á landi, munu fljótlega hafa rek- ið sig á það, að innbyrðis hlut- föll hvítu blóðkornanna virð- ast allfrábrugðin þvi, er talið er venjulegast í flestum kennslu- og handbókum, er um þessi efni fjalla. Hlutfallstala lymphocvta er t. d. oftast tal- in vera um 25%, en hér virð- ist hún að jafnaði talsvert hærri, sjaldan undir 30% en oft um 40% og ósjaldan liærri, og það þótt ekki verði greint að um þær sjúklegar breyting- ar sé að ræða, er gætu rask- að blóðmyndinni svo mjög. Væri þetta staðfest með nægi- lega víðtækum athugunum, og gert ráð fyrir að um sambæri- legar rannsóknaraðferðir sé að ræða (en það mun athugað síðar), væri blóðmyndin ann- aðhvort nokkuð öðruvísi liér en víðast annars staðar, eftir kennslubókunum að dæma, eða þá tölur kennslubókanna óná- kvæmar og villandi. Er það að visu ekki óþekkt fyrirbrigði, að tölur, sem einu sinni liafa kom- izt í þær — þótt í uppháfi séu byggðar á mjög takmörkuðum athugunum — loði þar við og liver taki þær cftir öðrum um langa liríð, jafnvel eftir að sýnt er að þær séu óáreiðanlegar. Áður en blóðskoðun þeirri er hér greinir frá, var lokið, liöfðu þeir .Tón Steffensen og Theódór Skúlaon birt árangur af talningu hvítra blóðkorna frá fjölda manns (322) á ár- unum 1939—42. Allt var þetta fólk, sem læknar höfðu vísað til þeirra til blóðrannsóknar, en heilsufari þeirra þó svo Iiáltað, að ekki virtist ástæða til að ætla, að hvíta hlómvnd- in væri að nokkru ráði breytt frá því sem „eðlilegt“ mætti telja. Þetta fólk var á aldrin- um 16—69 ára, langflestir þó 18—50 ára. Blóðið var tekið að morgni úr æð og strokið út á gler á þann hátt, er hér tiðk- ast. 200 livít blóðkorn voru tal-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.