Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 10

Læknablaðið - 01.04.1953, Qupperneq 10
100 LÆKNABLAÐIÐ ig á hægri crista iliaca og liægra gluteal-svæði. Laségue + 70° hægra megin. Genitalia externa: Hvítleit útferð frá urethra. Prostata fannst stækkuð og aum viðkomu. I blóði sjúk- lings fannst kuldanæm eggja- hvítutegund, sem féll út við venjulegan stofuhita. Þegar sjúklingur þessi lá hjá okkur á lyflæknisdeildinni var okkur ekki ljóst að um Reiter’s syndrom væri að ræða. Fyrst og fremst beindist at- hyglin að prostata, mjóbaki og hrygg. Héldum við að þar gæti verið tumor (myeloma) vegna jákvæðs formolgel-prófs, eða jafnvel metastatiskur abscess frá prostata, þar sem sjúkling- ur var mjög þjáður af verkj- um í baki. Hins vegar henti hinn lági liiti ekki til abscess- myndunar. Fljótlega sáust merki þess að citrat-plasma koaguleraði spontant, við venjulcgan stofuhita, og varð að einu hlaupi. Þegar blóð var tekið úr sjúklingnum, skildist serum óvenjulega fljótt frá, og sást þá i því bvítleit út- felling. — Var því serum óeðlilega viðkvæmt fvrir kulda. Er það þekkt fyrir- brigði, og skrifað töluvert um það á allra siðustu árum. 1947 stungu Lerner og Watson4 upp á að kalla þetta „Cryoglobul- inæmia“ (cryos = kuldi). I þessum sjúklingum er eggja- hvita í serum, sem fellur út i kulda. Hefir þetta fundizt í sjúklingum með lymfatiska leucæmi, bronchiectasis, febris rheumatica, subacut bacterial endocarditis, Buerger’s sjúk- dóm, kala azar, o. fl., en sér- lega oft samfara multipel mye- loma. (Barr og fél.)5. Það einkenni, sem mest ber á við cryoglobulinæmia, er Raynaud’s syndrom (dauðir fingur og tær) eða purpura hæmorrhagica með tilhneiging til blæðinga frá slímhimnum. Einnig geta komið retinabreyt- ingar, sem líkjast mest throm- bosis, auk þess arthritis og heyrnardeyfa. Hjá sjúklingum með myeloma og cryoglobul- inæmia ber oft á peninga- hlaðamyndun (rouleaux) rauðra blóðkorna, anæmia og nephritis. Cryoglobulinæmia er ekki skyld því, sem fram kemur i blóði við kulda auto- og isoagg'- lutination, þótt bæði þessi fyr- irbrigði séu klinisk svipuð. Það er því öll ástæða til að athuga um cryoglobulinæmi hjá sjúklingum með breytingar í æðakerfi útlima, mveloma og blæðingar frá húð og slím- himnum. í þeim ritum, sem ég hefi náð til, liefi ég ekki séð get- ið um cryoglobulinæmia sam- fara Reiter’s Syndrom. Hvað viðvíkur sjúklingi mín- um bendir jákvætt formolgel-

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.