Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1953, Page 26

Læknablaðið - 01.04.1953, Page 26
116 LÆKNABLAÐIÐ liúðin í kj.holum þeirra er og oft alsett polypum. Þessir poly- par geta lagst fyrir op (ostium) kj.holunnar og lokað því að mestu eða öllu. Ivomist smitun i liolu, sem þannig er ástatt fyrir, eru mikil líkindi til, að úr því verði langvinn bólga, sem treglega gengur að batna sjálfkrafa. En jafnvel þó engir polypar séu í nefi eða holum, sýnir reynslan að sinusitar i ofnæm- issjúklingum eru yfirleitt þrá- látari og erfiðari viðureignar o O en í öðru fólki og gengur stundum illa að lækna þá, Iivaða brögðum sem beitt er. Oft eru einkenni frá s. m. chron. svo lítil, að sjúklingar geta gengið með sjúkdóminn mánuðum eða jafnvel árum saman, án þess að hafa hug- mynd um hann. En algengast mun þó vera að hans verði ei' t- livað vart, á einn eða annnn liátt. T. d. gelur hólgan hlossað upp og gefið svipuð einkenni og lýst var við s. m. acuta. Annars eru einkennin venju- lega heldur óljós. Oft kemur þetta fólk með kvartanir um höfuðþyngsli eða höfuðverk, sem lýsir sér með ýmsu móti, nefstíflu, nefrennsli og slim í Iiálsi. Það hefur og títt almenn einkenni eins og slappleika, lystarleysi og þrevtu. Margir geta þess, að þeim hafi verið hent á, að ódaun leggi frá vit- um þeirra. Aðrir finna sjálfir óþef í nefi sínu, eða slæmt hragð í munni öðru hvoru. Fylgikvillar (complicationes) eru margir. Hið stöðuga graft- arrennsli veldur oft rhinitis, rhinopliaryngitis, otitis, phar- yngitis, laryngitis, tracheitis, bronchitis, oesofagitis og gas- tritis. Talið er einnig, að neur- itar og neuralgiur, eins og t. d. trigeminusneuralgiur, geti staf- að af langvinnum sinusitis. Allar þessar bólgur geta batnað fljótlega, þegar kj.holu- bólgan hefur læknazt. T. d. hef ég þó nokkrum sinnum séð þráláta otita hatna, þegar rennslið frá kj.holunni hætti, sömuleiðis langvarandi hæsi og hósta. Asthma bronchiale er og stundum afleiðing s. m. chr. eins og ég drap á, en ekki er sennilegt að það sé bein- línis sjálft rennslið frá sinus niður í bronchi, sem því veldur. Sjúkdómsgreining. Takmörkin milli acut og kroniskrar kj.hbólgu eru, eins og fvrr segir, óskýr og liafa sumir því tekið það ráð að búa þau til og telja kroniska bólgu, ef hún er 3ja mánaða gömul eða eldri, og mun ég halda hér þeirri skiptingu. En um aldur bólgunnar verður oft ekkert vitað með vissu. Það eru engin einkenni „sér- stæð“ (pathognomonisk) fyrir s. m. chronica, og jafnvel út-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.