Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1953, Page 34

Læknablaðið - 01.04.1953, Page 34
124 LÆKNABLAÐ1L t ÓLAFUR THORLACIUS IiéraðslækHir F. 11. marz 1869, d. 28. febr. 1953. Fyrstu minningar mínar um Ólaf lækni Thorlacius eru frá því er ég var svo litill, aö ég vissi ekki að annar læknir væri til. Bróðir minn liafði stungizt á hausinn ofan af háum klelti. Stór skurður var á enninu, nef- ið lá úti á kinn, og það blæddi ósköpin öll. I barnsminni mínu er þetta eins og heimurinn væri að farast. Sent var til læknis- ins í ofhoði, og hann kom fljótt. Ennið var saumað saman og nefinu tyllt á sinn stað. Ekki man ég samt eftir læknisað- gerðinni, hef sennilega verið látinn útfyrir á meðan, en ég man eftir því, að það var hleg- ið mikið vfir kaffinu, og ég man líka, að mér fannst lækn- irinn undrafínn. Þetta liefur sjálfsagt ekki verið erfið aðgerð fvrir lækn- inn, en mér finnst það gæti verið sýnishorn af læknisstörf- um Ólafs. Hann brá alltaf fljótt við, gerði verkin svo vandlega sem hann gat, og á eftir fyllti hann lieimilið kát- ínu og gleði, svo að allar á- hyggjur ruku út í veður og vind. í þessu tilfelli gekk hann svo vel frá nefinu, að hezt gæti ég trúað að sá, sem nefið skap- aði, væri ánægður með eftir- líkingu Ólafs af frumsmíðinni. Mestöllum starfsdegi sínum eyddi Ólafur Thorlacius í Berufjarðar læknishéraði. — Leiðin til sjúklinganna lá ann- að hvort inn fyrir langa firði, á hesthaki, eða yfir'þá á róðr- arbátkænu, og því næst gang- andi yfir fjöllin eða út fyrir þau, eftir færð og veðri. Aldrei heyrði ég talað um, að Ólafur hikaði við að fara út í bátinn, ef fjörðurinn var á annað borð talinn fær.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.