Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1953, Page 36

Læknablaðið - 01.04.1953, Page 36
126 LÆKN ABLAÐIÐ og lék Ólafur undir á hannoni- um. Snyrtimennska Ólafs, sem hreif mig sem barn, einkenndi liann, jafnt í fasi sem klæða- burði, alla tíð. — Ólafur Jón Thorlacius var fæddur í Saurbæ í Evjafirði. Faðir hans, séra Jón Thorla- cius sóknarprestur, féll frá er Ólafur var þriggja vetra. Flutt- ist hann þá með móður sinni, Kristinu Tómasdóttur, að Mel- gerði í Eyjafirði, og síðar að Möðruvöllum í Hörgárdal. Úr Möðruvallaskóla brautskráðist hann 1883, og lauk stúdents- prófi 1889. Ólafur hóf læknisfræðinám við Kaupmannahafnarháskóla, en hvarf síðan heim og lauk prófi við Læknaskólann í Reykjavík 1896. Eftir það var hann á fæðingarstofnuninni og spítölum í Kaupmannahöfn við framhaldsnám til 1897. Hóf þá læknisstörf í Keflavikurlækn- ishéraði, í fjarveru héraðs- læknisins. Aukalæknir í Suð- urmúlasýslu varð hann sama ár. Skipaður héraðslæknir í Berufjarðarhéraði árið 1900, og liélt því starfi til 1928. Fluttist þá til Reykjavíkur, og hjó þar siðan. Sama liaust (1928) var hann skipaður eftirlitsmaður með berklavörnum og berklahæl- um, og jafnframt eftirlitsmað- ur lyfjabúða til 1939. Þing- maður Sunnmýlinga var hann 1903 til 1907. Arið 1898 kvæntist Ólafur Thorlacius Ragnhildi dóttur Péturs Eggerz, kaupmanns í Akureyjum á Breiðafirði. Það var jafnræði með þeim Ólafi og Ragnliildi, fór saman hjá báðum glæsileiki, góðar gáfur og mannkostir. Iijónaband þeirra var ástúðlegt með af- brigðum, og fjölskyldulíf og heimilisbragur allur eftir þvi. Af börnum sínum urðu þau að sjá fjórum á bak. Þrír svnir eru á lífi. Ólafur var mikill framfara- maður. Tók hann virkan þátt í framkvæmdum i atvinnu- og félagsmálum í héraði sínu. Hann var meðstofnandi kaup- félagsins á Djúpavogi og fyrsta útgerðarfélagsins, sem gerði þar út stóran mótorbát til fisk- veiða. A Búlandsnesi bjó Ólafur góðu búi, og bætti jörðina á allan liátt. En ekki safnaði hann auði. Heimilið var alltaf þungt, og gestnauð svo mikil að slíks eru fá dæmi, enda var gestrisni þeirra hjóna og hjálp- fýsi frábær. Fyrir nokkrnm árum varð Ólafur fvrir því jiunga áfalli að missa annan fótinn vegna arteriosclerosis. Sami sjúk- dómur dró liann til dauða eftir stutta, en erfiða legn á Land- spítalanum. Við fráfall þessa vinsæla

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.