Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 9

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 9
LÆKNABLADID GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI ÍSLANDS OG LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: GUÐMUNDUII THORODDSEN. Meðritstjórar: JÚLÍUS SIGURJÓNSSON (L. í.) og BJARNI JÓNSSON (L. R.) 39. árg. Reykjavík 1955 3.—5 frkl Skurðaðgerðir við tubercuiosis pulmonum Eftir Hjalta Þórarinsson Erindi flutt í Læknafélagi Reykjavíkur. Hugmyndin um resectio pul- monum við tuberculosis er meira en hálfrar aldar gömul og fljótt fóru menn þá að reyna þessar aðgerðir. En ekki eru liðin meir en 15—20 ár frá því að tókst að sigrast algerlega á ýmsum þeim vandamálum, sem alltaf eru samfara aðgerðum á líffærum í brjóstholi. Hið physiologiska ástand í brjóstholinu, þ. e. hinn nei- kvæði þrýstingur, var erfiðast- ur þrándur í götu, er skurð- læknar voru að reyna að leggja undir sig þetta svæði líkamans. Opinn pneumothorax, hvort sem um er að ræða af slysum eða aðgerðum, þola sjúklingar ekki. Loftið sogast inn í brjóst- holið við innöndun, lungað þeim megin fellur saman og verður óstarfhæft mediastinum ýtist yfir til hinnar hliðarinn- ar, svo að lungað þeim megin getur fljótt orðið óstarfhæft líka. Þetta var mönnum ljóst og við þessu varð að finna ráð. Skömmu eftir síðustu aldamót fann hinn hugvitssami dr. Sauerbruch upp lágþrýstiklefa sinn, sem gerði mögulegt að framkvæma aðgerðir á líffær- um í brjóstholi. Þetta markaði merk tímamót í sögu brjóst- holsaðgerða og varð Sauerbruch fyrstur manna til að gera ýms- ar aðgerðir í brjóstholi. Lág- þrýstiklefinn hefir nú verið leystur af hólmi af anestesia intubationis intratrachealis með yfirþrýstingi. Með bættri meðferð fyrir og eftir aðgerðir og auknum skiln- ingi á aðgerðunum sjálfum er nú svo komið, að menn hika ekki lengur við að ráðast í hinar vandasömustu aðgerðir á líf- færum í brjóstholi. Erindi þessu er ætlað að fjalla

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.