Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 12

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 12
36 LÆKNABLAÐIÐ sem ennþá halda dauðahaldi í thoracoplastik sem einustu skurðaðgerð við lungnaberklum, hættir mjög við að gleyma þess- um óhamingjusömu sjúklingum. Margar af upphaflegu ástæð- unum til thoracoplastíkur þykja nú jafnsjálfsagðar til resectio pulm. Sumir gera þó ennþá thorakoplastík við laesio apical- is fibrocaseosa persistans, eink- um ef sjúkdómurinn er aðeins öðru megin, sjúklingurinn hef- ur sýnt góða mótstöðu og aðrar íhaldssamari aðgerðir hafa reynzt árangurslausar. Þeim fer þó stöðugt fjölgandi, sem vilja resecera þessi tilfelli, svo sem síðar mun getið. Thoracoplastik skal forðast að gera á mjög ungum sjúklingum. Hjá þeim ber oft mikið á sérstöku formi sjúkdómsins með mikilli út- breiðslu um lymfubrautir og exsudatio og verkar collaps- therapía illa á það. Þá er og unglingum á vaxtarárunum hættara við bæklun eftir aðgerð- ina svo sem vaxandi kypho- scoliosis. Gamlir sjúklingar þola thoracoplastik oft illa vegna lélegrar „cardiorespira- toriskrar reserve“. Við thora- coplastik er ekkert numið burt af hinum sýkta vef og verður því að treysta á hægfara og vafasaman bata með þessari að gerð. Yfirburðir eða kostir resectio pulm. væru óumdeilanlegir ef alltaf tækist að nema burt alla berklaskemmdina úr hinu sýkta lunga og yrði þá útilokað, að sjúkdómurinn tæki sig upp aftur með bronchogen eða hematogen útbreiðslu. Nú er það reynsla allra lungnaskurðlækna, að berkla- skemmdirnar, sem finnast við skurðaðgerð, eru oftast nær meiri og útbreiddari en álitið var út frá röntgenmynd, þar sem smáfoci í námunda við að- alskemmdina eða í öðrum lungnahlutum koma ekki fram á myndum. Það er því oft, sem ekki tekst að skera burt allar berklaskemmdirnar, en aðal- skemmdin er þá reseceruð og eins mikið af hinum og ástæða er til og auðvelt er að ná. Ef um caverna er að ræða er augljóst mikilvægi þess fyrir sjúkling- inn að losna við hana, enda þótt skilja verði eftir nokkur smá- hreiður. Hér er að finna ástæð- una til þess, að chemotherapia, og það oft í langan tíma, er tal- in sjálfsögð eftir resectio, enda þótt reynslan hafi sýnt, að mjög sjaldan séu ræktanlegar bakt- eríur í þessum smæstu foci. Það eru því margir sjúklingarn- ir, með útbreiddan sjúkdóm í öðru eða báðum lungum, sem hafa fengið bót við að cavernae eða stærstu skemmdirnar voru numdar burtu og þeim síðan gefin chemotherapia í langan tíma. Það hefir verið talið, að sjúkdómur, sem skilinn er eftir í slíkum tilfellum, taki sig frek-

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.