Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1955, Page 34

Læknablaðið - 01.06.1955, Page 34
58 LÆKNABLAÐIÐ heilanum þau byrja. Hún hefur einnig gefið upplýsingar um, hvernig starfsemi heilans er á milli kastanna. Hinar sérkenni- legu breytingar, sem fylgja köstunum, hafa gert mögulega flokkun á hinum ýmsu myndum flogaveikinnar. Er augljós þýð- ing þessa, þegar velja skal með- ferð fyrir hvern einstakan sjúkling, einkum þegar um er að ræða blönduð eða torkennileg tilfelli. Elektrofysiologiskt geturmað- ur skoðað epilepsisyndromið, sem einkenni um breytta ertni (lækkaðan krampaþröskuld) í cortex eða sub-corticalt. Þetta sést í heilaritinu, venjulega rétt fyrir og meðan á kastinu stend- ur. Maður getur því greint á milli raunverulegra epilepsi- kasta og hysterikasta, með því að taka heilarit meðan á kastinu stendur. Við epilepsigreining- una kemur heilaritið næst á eft- ir góðri anamnesis og athugun á sjálfum köstanum. Sé anam- nesis ófullnægjandi og ekki hef- ur verið hægt að athuga kast, eru breytingarnar á heilaritinu oft það, sem útkljáir greining- una. Hægt er að reikna með, að viðbótarupplýsingar um greinda epilepsi fáist í meira en helm- ing tilfellanna, með því að at- huga heilarit. Ef sjúklingur fær kast, með- an verið er að taka heilárit, er aðallega um þrennskonar breyt- ingar að ræða, 1. — Hraðar og stórar bylgjur (multipel spikes), við „grand mal“. 2. — Hægar, stórar bylgjur, oft með einstökum „spik- es“ við psykomotor- eða temporal epilepsi. 3. — „Spike and wave — complex“, þar sem skipt- ast reglulega á hraðar og hægar bylgjur, 3svar á sek. við „petit mal“. Ekki er samt hægt að reikna með fullkominni fylgni milli tegundar kastanna og breyting- anna í heilaritinu, nema helzt í síðast talda tilfellinu. Oft er það staðsetningin á breytingunni í heilaritinu, sem mesta þýðingu hefir fyrir tegund kastanna. Þær breytingar, sem finnast á milli kastanna, eru ekki alger- lega sérkennilegar fyrir þau. Hins vegar er oft hægt að á- kveða, um hvers konar köst sé að ræða, ef maður þekkir anam- nesuna og breytingarnar í heila- ritinu. I heilariti, sem tekið er á milli kasta, leitar maður eftir focal — einkennum frá cortex, asymmetri, bilateral hviðum af óeðlilegum bylgjum, sem ein- kenni um subcortical skemmd, og öðrum meiri háttar truflun- um, sem gætu verið einkenni um dreifða skemmd á cortex. Við „petit mal“ finnast bila- tei’al hviður af „spike and wave“, sem næst 3svar á sek. hjá 80 til 85% sjúklinga, jafn-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.