Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1955, Qupperneq 34

Læknablaðið - 01.06.1955, Qupperneq 34
58 LÆKNABLAÐIÐ heilanum þau byrja. Hún hefur einnig gefið upplýsingar um, hvernig starfsemi heilans er á milli kastanna. Hinar sérkenni- legu breytingar, sem fylgja köstunum, hafa gert mögulega flokkun á hinum ýmsu myndum flogaveikinnar. Er augljós þýð- ing þessa, þegar velja skal með- ferð fyrir hvern einstakan sjúkling, einkum þegar um er að ræða blönduð eða torkennileg tilfelli. Elektrofysiologiskt geturmað- ur skoðað epilepsisyndromið, sem einkenni um breytta ertni (lækkaðan krampaþröskuld) í cortex eða sub-corticalt. Þetta sést í heilaritinu, venjulega rétt fyrir og meðan á kastinu stend- ur. Maður getur því greint á milli raunverulegra epilepsi- kasta og hysterikasta, með því að taka heilarit meðan á kastinu stendur. Við epilepsigreining- una kemur heilaritið næst á eft- ir góðri anamnesis og athugun á sjálfum köstanum. Sé anam- nesis ófullnægjandi og ekki hef- ur verið hægt að athuga kast, eru breytingarnar á heilaritinu oft það, sem útkljáir greining- una. Hægt er að reikna með, að viðbótarupplýsingar um greinda epilepsi fáist í meira en helm- ing tilfellanna, með því að at- huga heilarit. Ef sjúklingur fær kast, með- an verið er að taka heilárit, er aðallega um þrennskonar breyt- ingar að ræða, 1. — Hraðar og stórar bylgjur (multipel spikes), við „grand mal“. 2. — Hægar, stórar bylgjur, oft með einstökum „spik- es“ við psykomotor- eða temporal epilepsi. 3. — „Spike and wave — complex“, þar sem skipt- ast reglulega á hraðar og hægar bylgjur, 3svar á sek. við „petit mal“. Ekki er samt hægt að reikna með fullkominni fylgni milli tegundar kastanna og breyting- anna í heilaritinu, nema helzt í síðast talda tilfellinu. Oft er það staðsetningin á breytingunni í heilaritinu, sem mesta þýðingu hefir fyrir tegund kastanna. Þær breytingar, sem finnast á milli kastanna, eru ekki alger- lega sérkennilegar fyrir þau. Hins vegar er oft hægt að á- kveða, um hvers konar köst sé að ræða, ef maður þekkir anam- nesuna og breytingarnar í heila- ritinu. I heilariti, sem tekið er á milli kasta, leitar maður eftir focal — einkennum frá cortex, asymmetri, bilateral hviðum af óeðlilegum bylgjum, sem ein- kenni um subcortical skemmd, og öðrum meiri háttar truflun- um, sem gætu verið einkenni um dreifða skemmd á cortex. Við „petit mal“ finnast bila- tei’al hviður af „spike and wave“, sem næst 3svar á sek. hjá 80 til 85% sjúklinga, jafn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.