Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 35

Læknablaðið - 01.06.1955, Síða 35
LÆKNABLAÐIÐ 59 2. mynd. „Spike and wave“ við petit mal kast. (Sami mælikvarði og 1. mynd). vel þó að ekki sjáist klinisk köst. Þessar breytingar eru tald- ar vera sérkennilegar fyrir „petit mal“. Við myoklonusep- ilepsi finnast svipaðar breyting- ar, mest frontalt, en oftar eru þá fleiri spikes með hverri bylgju. Það er talið vera prog- nostiskt betra því meira occipito-temporalt sem þessar breytingar eru staðsettar og því hraðari sem þær eru. Flestir telja, að þessi rythmi eigi upp- tök sín sub-corticalt. Hann er mjög næmur fyrir fysiologisk- um og biokemiskum breyting- um, t. d. kemur hann oftast fram við hyperventilation. Á þessi köst verka tridion og önnur oxasolidin-sambönd bezt. Hægt er að fylgjast með verkun þeirra með heilariti. Rétt er að minnast hér á breytingar, sem ekki má rugla saman við þessar, þó að þær séu svipaðar, en það eru „spike and waves“, sem koma 1—2svar á sek., oft asymmetriskar eða foc- al og eru kallaðar „petit mal variant“. Þær eru oft merki um alvarlega vefræna skemmd. Þessi tilfelli hafa slæmar bata- horfur og eru lítt móttækileg fyrir lyfjameðferð. Við önnur epileptisk köst, sem eru ekki ákveðið focal, eru elektro-encephalografisku breytingarnar ekki eins sér- kennilegar. Það er bundið nokkrum tæknilegum vandkvæð- um að taka heilarit í „grand mal“ kasti vegna vöðvatruflana, sem koma þá, og hefur raunar ekki mjög mikla þýðingu, nema þegar köstin byrja focalt. Þá koma venjulega fram hægar 3. mynd. „Petit mal variant" EEG hjá sjúkling með focal epilepsi.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.