Læknablaðið - 01.06.1955, Side 41
LÆKNABLAÐIÐ
65
hægum spennubreytingum í
einstökum frumum eða frumu-
hópum, sem kæmu fram við
efnaskifti þeirra.
Sumir hafa lagt mikið upp úr
þýðingu corticothalamo-cortical
brauta og hringertingar eftir
þeim í líkingu við það, sem menn
þekkja frá elektroniskum
reiknivélum. Þá hafa menn
hugsað sér þessar hringbrautir
sem einskonar „feed back
system“. Hefir myndast um
þqtta sérstök fræðigredn,
„Cybernetics."
Metafysiskt mætti hugsa sér
spennusveiflur heilans sem
sveiflur milli gagnstæðra afla,
hvata og hindrana (aktivering
og inhibition), sem leitast við
að halda jafnvægi í heilanum.
1 starfrænum skilningi væri
eðlilegt heilarit þá einkenni um
eðlilegt jafnvægi milli þessara
afla, eða um eðlilegan homeo-
stasis, bæði í almennt fysio-
logiskum og elektrofysiologisk-
um skilningi.
7 stuttu máli.
Ég hefi haldið mig hér eink-
um að frásögn af heilaritinu,
eins og það birtist hjá sjúkum
og heilbrigðum og hvaða gagn
megi hafa af því sem kliniskri
rannsóknaraðferð. Aðeins hefir
verið lauslega minnst á hugsan-
legan fysiologiskan grundvöll
heilaritsins, en ekkert á, hverj-
ar væri orsakir þeirra breyt-
inga, sem sjást við ýmsa sjúk-
dóma. Ástæðan er, að þekking
manna á þessu er enn ófullkom-
in, og skoðanir mjög skiptar.
Þó að skoðanir um fysio-
logiskan grundvöll heilaritsins
séu skiptar, eru menn yfirleitt
sammála um, hvaða kliniskt
gagn megi hafa af því.
1. Meðal þeirra, sem taldir eru
eðlilegir, hafa 15% ekki
eðlilegt heilarit.
2. 50—80% flogaveikra hafa
sjúklegt heilarit, sem getur
gefið mikilvægar viðbótar-
upplýsingar. Auk þess að
vera gagnlegt við greiningu
á epilepsi, er heilaritið
gagnlegt til að fylgjast með
meðferð hennar.
3. 60—90% þeirra, sem hafa
æxli, eða aðrar fyrirferðar-
aukningar í heila, hafa
breytingar á heilariti.
4. Við meiðsl á höfði og in-
fektionir er hægt að fylgj-
ast með gangi og horfum
sjúkdómsins af heilaritinu.
5. Við rannsóknir geðsjúk-
dóma og greiningu þeirra
frá vefrænum taugasjúkd. er
heilaritið gagnlegt, og í rétt-
arpsykiatri getur það stund-
um verið nauðsynlegt.
Helztu heimildarrit.
Gibbs, F. A. and E. L. Gibbs. Atlas
of Electroencephalography, Cam-
bridge, Addison — Wesley 1950 og
1952.
Hill D. and G. Parr. Electroence-
phalography, London, MacDonald
1950.