Læknablaðið - 01.06.1955, Page 50
74
L Æ K N A B L A Ð I Ð
tíðara en ella í börnum, sem
fæðast eftir faraldrana. Lan-
caster skýrir frá að þetta hafi
komið fyrir í Ástralíu, á Nýja-
sjálandi og á Islandi.
Hins vegar fann hann ekki
samstígar sveiflur á tölum um
rauða hunda og meðfætt heyrn-
arleysi í Svíþjóð, Ítalíu, Eng-
landi né Bandaríkjunum.
1 grein Lancasters eru birtar
tölur, sem höfundur hefir feng-
ið frá Vilmundi Jónssyni, land-
lækni.
I greininni er t. d. þessi tafla:
Fæðingar daufra á Islandi (Bráðabirg-ðaskýrsla Vilmundar Jónssonar
landlæknis, Reykjavík).
Ár Fjöldi daufra, sem síðar komu í hæli. Raðað eftir fæðingarári. Fæðingarmánuðir Skráðir sjúkl. með rauða hunda.
1935 2 7. og 11. 9
6 1 6. 9
7 0 — 32
8 1 6. 55
9 2 6. og 6. 8
40 2 3. og 4. 781
1 10 1.5. 6. 6. 7. 8. 9. 9. 9.og9 1566
2 2 7. og 10. 29
3 1 4. 94
4 1 1. 34
5 1 10. 12
6 0 — 16
7 1 4. 357
Árið 1941 hafa fæðst hér
miklu fleiri daufir en nokkurt
annað ár frá 1935 til 1947 en
árin 1940 og 1941 voru einmitt
skráðir langtum fleiri sjúkling-
ar með rubella en nokkurt ann-
að ár á tímabilinu.
Línuritið sýnir rauða hunda,
sem skráðir voru 1940—1941.
Súlurnar á því tákna fjölda
daufra eftir fæðingarmánuðum
(sbr. töfluna hér að ofan) þó
þannig að þeir eru settir á línu-
ritið 7 mánuðum fyrr en fæð-
ingarmánuður segir til um, eða
þegar þeir voru tveggja mán-
aða fóstur og ætla má að þeir
hafi sýkst. Samhengið er alveg
augljóst.
Á töflunni eru 357 skráðir
með rauða hunda árið 1947 en
samt sem áður er aðeins skráð-