Læknablaðið - 01.05.1957, Síða 18
4
LÆKNABLAÐIÐ
MYND 1.
Þverskurður af þekju frá portio
vaginalis uteri.
ar voru þessar aðferðir svo ó-
nákvæmar, að ekki þótti fært að
byggja sjúkdómsgreiningu á
þeim í einstökum tilfellum. Það
var þvi ekki fyrr cn Papani-
colaou og Traut liöfðu birt at-
huganir sínar árið 1943 (1), að
greining illkynja meina með
skoðun á einstöknm frumum
fór að ryðja sér til rúms að
nokkru ráði. Uppliaf þeirra
rannsókna voru athuganir
Papanicolaou á cycliskum
hreytingum í vaginalslímhúð
kvenna og dýra, sem hirtar
voru 1928 og 1933 (2,3). Papani-
colaou tók leggangaslím, strauk
út á gler og litaði. Með því móti
gat liann sýnt fram á, að útlit
frumanna í leggangaslíminu
hreyttist í samræmi við hreyt-
ingar á vakastarfsemi kynkirtl-
anna. Endrum og eins rakst
Papanicolaou á undarlega útlít-
andi frumur, sem hann ekki
kannaðist við, að ættu heima í
cðlilegu. leggangaslími. Þegar
nánar var að gáð, höfðu sumar
af konum þeim, er fruniur þess-
ar fundust lijá, krabbamein i
leginu. Þetta leiddi svo til þess
að hann hóf kerfisbundna leit
að krabbameinsfrumum, en
fyrstu niðurstöður sínar um það
efni hirti hann ásamt Traut,
eins og áður segir. Aðrir fylgdu
fordæmi Papanicolaou og má
þar fremsta telja Dr. Rutli
Graham og samstarfsfólk henn-
ar í Boston (4), Gates og Warr-
en frá Harvard (5) og Ayre frá
Montreol (6). Aðferð Papani-
colaou var síðan upp tekin í
ýmsum Evrópulöndum, hæði í
Bretlandi og á meginlandinu.
Af mönnum, sem í þeim lönd-
um hafa ritað um þetta efni,
má nefna Waclitel (7), Schust-
er (8) og Oshorn (9) í Bret-
landi, og Igel (10) og Limburg
(11) í Þýzkalandi.
Fyrst framan af voru sjúk-
dóma- og meinafræðingar af
skiljanlegum ástæðum mjög
vantrúaðir á gagnsemi frumn-
rannsóknanna í samhandi við
greiningu illkynja meina. —
Reynslan hafði kennt þeim að
oft er erfitt að ákvarða, hvort
um illkynja æxli er að ræða eða
ekki, jafnvel þótt hluti af æxl-