Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1957, Side 33

Læknablaðið - 01.05.1957, Side 33
LÆKNABLAÐIÐ 19 (confusio) eða ofskynjunum. Komi fram útþot eða það- an af meiri eiturverkanir er ráðlegast að hætta alveg við fenylhydantoin og sé það der- matitis hæmorrhagica er talið contraindicerað að taka það upp aftur. Þetta efni verkar hezt á grand mal, all vel á psychomotor epilepsi, Jacksons og fokal epilepsi, liefur vafa- sama verkun á mvoklon epilepsi, en getur gert illt verra í petit mal. Algengur skanuntur fyrir fullorðna 10 ctg. 3svar ádag, með mat, því þetta efni getur haft ertandi verkun á maga- slímhúð. Oft er fenemal gefið með, t. d. 10 ctg. að kvöldi, sér- staklega fvrir þá, er hafa noct- urnal epilepsi (og enda fleiri, því margir telja krampaþrösk- uldinn lægri í svefni, og ætli það þá að vera i samræmi við það, sem Gibbs heldur fram, að meiri líkindi séu til þess að finna óeðlilegt heilarit í svefni) Hjá enn öðrum er þörf á að nota bæði lyfin saman á dag- inn líka. Nokkuð algengt er hjá börnum (um 19%) að þau fái með venjulegum krampa- stillandi skammti af diphenyl- hydantoin liypertrofi á tann- iioldi, sem getur orðið all fer- leg, jafnvel svo að tennur losni, sé gagnráðstafana ekki gætt í tíma. Draga má úr þessari of- holdgun, eða tefja fyrir lienni með nuddi. Sé lyfið ómissandi fyrir sjúklinginn er liugsanlegt að gripa til þess að nema burt eitthvað af ofholdinu. Annað efni þessu skylt kom fx-am um 1945: 3methyl-5,5fen- yl-ethylhydantoin (Mesantoin- Sandoz). Það hefur íiokkra sefandi verkun. Krampastill- andi verkun hefur það bezla á grand mal og fokal epilepsi, en vafasamari verkun á aðrar tegundir, nokkra þó á petit mal. Engin eða sára lítil of- holdgun í tannholdi kemur fram við notkun þess, en það getur hafl aðrar aukaverkanir og verri. Ca. 10% eru ofnæmir fyrir Mesantoin og kemur það fram 10—14 dögum eftir að hvrjað er á meðferðinni, jafn- vel þó afar varlega sé farið af stað með gjöfina. Getur það lýst sér með hita eða eitla- stækkun (greinilegust á hnakka og hálsi) eða exant- hemi sem líkist mislingum eða skarlatssóttar-útþotum og sést bezt á hrjósti og á ofanverðu haki. Sé Mesantoin gjöf hald- ið áfram þrátt fyrir slík ein- kenni getur komið fram granu- locvtopeni—agranulocylosis. — Telja verður sjálfsagt að láta sjúklinga, sem taka Mesantoin að staðaldri ganga reglulega í hlóðrannsókn. Sé strax breytt um lyf, þegar fyrst koma fram eitrunar-einkenni, hverfa þau á nokkrum dögum og má þá jafnvel byrja aftur varlega með sama lyf, ef þurfa þykir, sé blóðmyndin eðlileg.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.