Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.05.1957, Side 36

Læknablaðið - 01.05.1957, Side 36
22 LÆKNABLAÐIl; drungalegir fyrstu dagana, en það hvarf líka. Af þeim sem fengu allra stærstu skammt- ana, það voru 13 sjúkl., sem fengu 2 gm. á dag, kom fram mikill drungi hjá 4, mál-tregða og vottaði fvrir riðu (ataxi), en þau einkenni hurfu, er skammturinn var minnkaður. í marz 1954 skrifa 4 banda- riskir læknar í J. A. M. A. um verkanir Mysolins, eða Primi- dons, eins og þeir kalla það. Þeir prófuðu það á 121 sjúkh, en einhverra hluta vegna, sem jieir geta ekki um, gátu þeir ekki fylgt eftir athugunum nema hjá 72 sjúkl. i 1—18 mán- uði. Var þessu nvja lyfi bætt ofan á önnur lyf, sem þeir höfðu fyrir og án jæss að full- nægjandi verkun fengist. Köst hurfu þá alveg hjá 7 sjúkl. (10%) fækkaði stórlega hjá 31 (43%) en óbreytt hjá 34 sjúkl. (47%). Bezt verkun var á grand mal og psykomotor epi- lepsi og nokkuð góð á fokal epilepsi, en í þeim liópi voru færri sjúld. en svo, að þeir vilji slá nokkru föstu um það. — Skannntarnir af M)'solini voru frá 0,25—2 gm. á dag. Skal enn á jmð bent, að enda þótl þess- ir sjúkl. liefðu önnur lyf með ])essu nýja, rýrir það ekki á- gæti þess, því verkanir aí' þeim voru ónógar; bendir það einn- ig til þess að þessi hópur hafi verið erfiðari til lyfjameðferð- ar en í meðallagi. Einhverj ar aukaverkanir komu fram hjá 82% þessara sjúkl., en engar þeirra alvar- legar og alls engar alvarlegar eiturverkanir sáust. Höfgi kom fram lijá 54 sjúkl., riða hjá 18. Hætta varð við Mysolin hjá 25 sjúkl. vegna óþægilegra auka- verkana. Hjá 18 sjúkl. hurfu jæssi einkenni eða minnkuðu verulega, ef minnkaður var skannnturinn af þeim lyfjum', sem þeir höfðu fyrir (fenemal, prominal, mesantoin). Einn sjúkl. reyndi að fremja sjálfs- morð með því að taka 25 töflur af Mysolin í einu (það eru 6,25 g.), en jiað skeði ekki annað en að hann svaf jmngum svefni í 4—5 kist. Ekki þurfti að gera neitt sérstakt til þess að vekja hann. Vafalaust eru ýms lyf enn ótalin, því „tala þeirra er legio“, en þetta munu v-era þau lrelztu, sem nú eru notuð og þau, sem heztur árangur þykir nást með. En meðferð flogaveiki verð- ur ef vel á að vera að vera um leið meðferð flogaveikra. Það liggur í augum uppi, að það er ekki lílið, sem lagt er á þann sjúkl., sem hefur epilepsi. Það er nógu erfitt að eiga krampa- flog yfir höfði sér og fá þau, hvort sem það er oftar eða sjaldnar og það gerir auðvit- að þeim einstaklingi eðlilega aðlögun við umhverfið og þjóð- félagið erfiðari. En hitt skap-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.