Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.1957, Qupperneq 43

Læknablaðið - 01.05.1957, Qupperneq 43
LÆKNABLAÐIÐ 29 Danir ekki átt, því að hvar sem hann fór flutti hann með sér þekkingu og menningu hins fágaða Dana, sem menn dáðust að fvrir lærdóm hans og mennt- un, jafnframt því sem þeir höfðu ánægjuna af því að um- gangast svo skemmtilegan og þægilegan mann. Með þekkingu sinni, lipurð og velvild tókst honum að koma ýmsum málum í gegn þar sem öðrum hafði ekk- ert orðið ágengt og þannig áttu margar þjóðir honum að þakka miklar framfarir í heilbrigðis- málum. Fram til þess síðasla var Dr. Madsen starfandi að hugðarefn- um sínum. Á s.l. ári birti hann ritgerð með svni sínum, Sten, sem lika er læknir, og fjallaði hún um barnaveiki í Danmörku. „Difteri fra 23.695 til 1“ heitir ritgerðin og gefur titillinn til kynna hvernig eldri höfundur- inn hefir upplifað að sjá barna- veiki vera einn liinn skæðasta morðingja í landinu og verða síðan algerlega útrýmt. Thorvald Madsen var kvænt- ur Misse Madsen, fædd Gad, hinni ágætustu lconu, sem lifir mann sinn. Með henni átti hann dótturina Flsebeth, sem er gift hofjægermester Tesdorpf og synina Sten, lækni, Torben, for- stjóra fyrir Minerva Film og Niels Gregers, sem hefir ávaxla- rækt í Danmörku. Siðast þegar ég hitti Dr. Mad- sen, i Khöfn, í nóv. sl., var hann hinn hressasti og var að tala um hvernig infektionssjúkdóm- arnir væru algerlega að líða undir lok. ísland var eitt af þeim fáu löndum sem hann liafði aldrei heimsótt. Ég heyrði á honum að hann langaði mikið til að koma hingað og minntist á það við kollega mína í lækna- deild. Fekk það góðar undir- tektir og í marzmánuði barst honum bréf frá rektor með boði um að koma hingað og flytja erindi í háskólanum. Ætlaði hann að flytja erindi um „per- sónulegar endurminningar um ýmsa brautryðjendur sýkla- fræðinnar“. Hann var einn af sárafáum mönnum enn á lífi, sem liafði þekkt Pasteur, Ivoch, Löffler og von Behring, verið aðstoðarmaður Ehrliehs og haft persónulegan kunningsskap við flesta þeirra manna, sem hæst bar þegar sýklafræðin var í uppsiglingu. Því miður fengum við ekki tækifæri til að sjá Dr. Madsen hér og heyra erindi hans. Hann hafði reynzt mörgum okkar svo vel og gert allt sem liann gat til þess að greiða götu okkar í hvívetna. Hvenær sem við þurft- um á hjálp stofnunar hans að halda var hún ávallt hoðin og velkomin og margir íslenzkir læknar liöfðu fengið tækifæri til þess að æfa sig og þjálfast á stofnun hans. Minning lians mun lengi uppi verða, því að enginn norrænn

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.