Læknablaðið - 01.12.1957, Side 5
L Æ K N A B L A Ð I Ð
99
GUÐMUNDtJR THORODDSEIV
SJÖTUGUR
Guðmundur Thoroddsen er fæddur á lsafirði 1. febrúar
1887. Foreldrar lians voru Skúli Thoroddsen ritstjóri og al-
þingismaður, sonur Jóns skálds Thoroddsen, og Theódóra Guð-
mundsdóttir.
Hann lauk slúdentsprófi við Menntaskólann í Regkjavik
17 ára með I. einknnn og kandidatsprófi við Hafnarháskóla
1911, einnig með 1. einkunn, og var síðan við framhaldsnám
og læknisstörf í Danmörku þar til snemma árs 191 k. Um
haustið varð hann héraðslæknir í Húsavíkurhéraði og hélt þvi
embætti á þriðja áir, en hafði þái horfið að framhaldsnámi í
handlæknisfræði, gfirsetufræði og sjúkdómafræði, og dvaldist
næstu h ár í Kaupmannahöfn. Jlann var starfandi læknir í
Reykjavík frá 1920, viðurkenndur sérfræðingur í handlækn-
ingum 1923 og settur dácent í meinafræði sama ár. Guðmund-
ur var skipaður prófessor i handlækningum og yfirsetufræði
við Háskóla ístands 1925 og varð yfirlæknir við handlæknis-
og fæðingardeild Landspítalans 1930. Hann sagði þessum emb-
ættum lausum 1951, en gegndi þeim til hausts 1952.
Hann var rektor Háskólans 1926—1927, félagi i Visinda-
félagi íslendinga frá 1925, i læknaráði frá stofnun þess 19h2 þar
til hann hætti embættisstörfum. Formaður Lælcnafélags Is-
lands 192h—20, heiðursfélagi Svenska Lákaresállskapet og
kommandör af Kungl. Vasaorden.
Um mörg ár var Guðmundur i ritsijórn Læknablaðsins
og ritstjóri þess 1955—50, frá 1929 í ritstjórn Nordisk Medi-
cinsk Tidsskrift og Nordisk Medicin og síðan 1938 í ritstjórn
Acta Chirurgica Scandinavica. Ilann hefur ritað margt um
skurðlækningar og kvensjúkdóma, einkum í Lælcnablaðið.
Fgrri konu sína, Regínu Benediktsdóttur, missti liann
1929 eftir 10 ára sambúð og kvongaðist Sigurlínu Guðmunds-
dóttur 1930.
Þegcu• Guðmundur Thoroddsen hætti embættisstörfum
átti hann langan og gifturíkan starfsferil að bcdd. Ilann lxafði