Læknablaðið - 01.12.1957, Page 6
100
L Æ K N A B L A Ð I Ð
lifað tímabil mikilla breytinga og umbóta og verið virkur
þátttkandi i þeim. Hann var fyrsti yfirlæknir á handlæknis-
deild Landspítalans og mótaði öðrum fremur starfsháttu á
deildinni, en þegar Landspítalinn var tekinn í notkun batnaði
mjög aðstaða tit skurðlækninga og kennslu í þeirri grein. Sjálf-
ur var hann ágætur skurðlæknir, áræðinn og öruggur, en jafn-
framt gætinn og gagnrýninn og hinn heppnasti fæðingarlækn-
ir. Hann fylgdist vel með framförum og þótti gott ef aðstoðar-
læknar, sem margir höfðu verið langdvölum crlendis, brutu
upp á nýjungum. Við starfsfólk og stádenta var luinn Ijúfur
og lítillátur, og þeir, sem nulu handleiðslu hans og vináttu,
munu seint gleyma [rábærri geðprýði hans og skapstillingu.
Hann kunni vel að meta áhuga og framsækni ungra manna og
studdi aðstoðarlækna sína dyggilega og oft til mikils þroska.
Margir þessara lærisveina hans eru nú í fremstn röð íslenzkra
skurðlækna. Þeirra á meðal er Thoroddsen hverjum manni
vinsælli og betur virtur og hann mun hafa glaðst á sinn hljóð-
láta hátt, er þeir í viðurkenningarskyni létu gera af honnm
brjóstlíkan, sem varðveitisi í Landspítalanum til' minningar
um störf hans þar. Á gleðistundum og í vinahópi er unun að
góðlátri fyndni og leikandi hagmælsku Guðmundar Thoroddsen.
KRISTINN STEFÁNSSON.