Læknablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 8
102
L Æ KNABLAÐIÐ
hófust víðtækar rannsóknir á
starfsemi magans, og þá sér-
staklega á Starfsemi magaslím-
liúðarinnar. Að þessum rann-
sóknum hefur siðan verið unn-
ið sleitulaust víðsvegar um
heim. Árangur þessara rann-
sókna er svo mikill, að lífeðlis-
fræði magans er nú í aðalatrið-
um kunn, þótt margar gátur
séu enn óleystar, og enn vant-
ar svar við aðalspurningunni:
hvað veldur ulcussjúkdómin-
um? Þótt eftir sé að fylla i
margar eyður, hefur árangur
þessara rannsókna gerhreytt
afstöðu 'skurðlækna til þessa
sjúkdóms. Mönnum er það nú
ljóst, að sárið sjálft er aðeins
einkenni eða fylgikvilli orsaka,
sem eiga dýpri rætur, og sjúkl-
ingur því ekki læknaður, þótt
j)að sé numið á hrott, ef ekki
er meira að gert. Flestallir
munu nú sammála um, að
truflun á gerð og myndun
magasafans og sérstaklega á
sýrumagni lians, eigi drýgstan
þátt í myndun sársins. Árið
1942 athuaaði Paliner 2500
ulcussjúklinga, og fann ekki
einn einasta meðal þeirra, sein
ekki hafði eitthvert magn af
lausri sýru. Athuganir lians
eru staðfestar af mörgurn öðr-
um. Wangensteen tekur svo
djúpt í árinni, að hann telur
það óhjákvæmilegt skilyrði til
sármyndunar að laus sýra sé
í maganum. Hins vegar ber
mönnum ekki saman um, hvort
aukning á sýrumagninu, sem
alla jafna finnst lijá ulcus-
sjúklingum, sé orsök eða af-
leiðing sársins. Sumir halda
því fram, að sýrumagnið auk-
ist við myndun sársins, en ekki
öfugt. Dragstedt og Vaughan
fundu (1924), að sýrumagn í
liundum óx, eftir að sárið hafði
verið húið til, með því að
dæla silfurnitrati undir maga-
slímhúðina. Óhætt virðist að
draga þá ályktun, að myndun
magasársins sé á einhvern
veigamikinn liátl tengd sýru-
magni magans. Er þá að at-
huga, hvar sýran myndast i
maganum og livað stjórnar
myndun hennar. Hinar sýru-
myndandi frumur, parietal-
frumurnar, eru ekki jafn-
UTBREI9SLA 5YRUTRUMA l MAGA
EFTiR BER&tR
1. mynd.
dreifðar um allan magann.
Þær eru þéttastar i magaholn-
um, corpus ventriculi, sama
og engar í neðsta hluta mag-
ans, antrum, og tiltölulega fá-
ar í efsta hlutanum, fundus og
cardia. Margþættar tilraunir
hafa verið gerðar í því skyni