Læknablaðið - 01.12.1957, Síða 20
114
LÆKNABLAÐIÐ
A B
2. mynd. A. óskurðtækt krabbamein í karlmannsbrjósti og fjöldi æxlis-
hnúta í búð. — B. Eftir adrenalectomiu og gonadectomiu.
20—40 með skurðaðgerð, og
um leið er viðurkennt, að 60
—80 læknist ekki, með öðrum
orðum — komi of seint ti! þess
að meinið verði sjáanlega
numið burlu, eða fái síðar
endurmein (recitiiv), Jjótt svo
hafi virzt í fyrstu sem aðgerð-
in bæri árangur. Þessar kon-
3. mynd. Sami sjúklingur og 2. mynd
sýnir. Hnútarnir horfnir.
ur þurfa á einhverjum pallia-
tivum aðgerðum að halda.
Geislanir hafa 1 engi verið
álitnar ómissandi liður í með-
ferð brjóstakrabba, eins og
reyndar flestra illkvnja æxla.
Það eru þær enn, þótl afstað-
an til þeirra hafi lekið marg-
víslegum breytingum á undan
förnum áratugum. Yfirleitt er
ekki litið á geislanir setn cura-
tiva meðferð, nema þá al' Ed-
inborgarskólanum, þ. e. Mc-
Whirter og fylgjendum hans,
en þeir segjast ná eins góðum
árangri eða betri með mastec-
tomia simplex og geislunum
eftir aðgerð en aðrir fá með
róttækari skurðaðgerðum.
Geislanir fyrir aðgerð, sem um
eitt skeið þóttu sjálfsagðar,
hafa nú viðast hvar lagzt nið-
ur. Reynslan hefur þótt sanna,
að sá tími, sem í þær fer, sé