Læknablaðið - 01.12.1957, Qupperneq 22
116
LÆKNABLARIÍ)
gjöf, t. d. 200 mg. á dag, hefur
oft bætandi áhrif á hðan
kvenna með óskurðtækan
brjóstakrabba eða meinvörp.
Ekki virðist árangur þeirrar
meðferðar fara efiir því, hvort
um er að ræða hormónum háð
krabbamein eða önnur.
Fleiri æxli en brjóstakrabbi
kvenna eiga vöxt sinn og við-
gang allmikið undir kynhor-
mónum. Önnur þekkt dæmi
eru cancer prostatae og cancer
mammae hjá karlmönnum.
Fyrir löngu tóku menn upp á
því að kastrera sjúklinga með
óskurðtæk krabbamein í þess-
um liffærum eða meinvörp frá
þeim. Árið 1896 skýrði George
Beatson, líklega fyrstur
manna, frá reynslu sinni af
bilateral oophorectomiu sem
palliativri aðgerð vegna
brjóstakrabba, og 1905 safnaði
Hugh Lett skýrslum um slíka
aðgerð á 99 konum og lýsti
allmiklum bata. Síðar hugðust
læknar ná sams konar árangri
með röntgengeislun kynkirtl-
anna, og enn í dag telja sumir,
að munurinn á árangri sé lit-
il! sem enginn, en aðrir, að
þrátt fyrir stóra geislaskammta
verði liormónframleiðsla kyn-
kirtlanna aldrei að fullu kveð-
in niður. Oophorecíomia á því
tvímælalaust rétt á sér, þegar
hormóngjöf virðist ekki koma
að haldi, sömuleiðis þegar í
ljós kemur við aðgerð á frum-
æxlinu, að holhöndin verður
ekki að fullu hreinsuð, og ýms-
a>' aðstæður aðrar geta valdið
því, að skynsamlegt virðist að
nema kynkirtlana burtu. Of
langt mál yrði að rekja alla ])á
möguleika fram og aftur, og
hver og einn verður að meta
slík't og vega eftir heztu sam-
vizku.
En hversu mikils árangurs
má af oophorectomiu vænta?
Fullvrt er, að 30—40 af hundr-
aði kvenna innan við fimmtugt
hafi gagu af lienni, en um 20,
æf allir aldursflokkar eru
reiknaðir með. Hjá flestum
varir batinn í 6—12 mánuði,
en einstaka allt upp í 3—5 ár.
Adrenalectomia. Árið 1952
skýrði Chicago-læknirinn
Charles Huggins frá því, að
hann teldi ástæðu til þess að
nema burtu báðar glandulae
suprarenales hjá sjúklingum
með prostata- og brjósta-
krabba, sem aðrar palliativar
aðgerðir hefðu ekki gagnað.
Því er sem sé þannig farið, að
þótt búið sé að taka kynkirtl-
ana, finnst vottur af kvnbor-
móniim í þvaginu, og það eru
nýrnahetturnar, sem framleiða
þá, eins og bezt sést á því, að
þeir bverfa með öllu eftir ad-
renalectomiu. Þessi aðgerð
var ekki framkvæmanleg fyrr
en eortison kom til sögunnar,
því að áður var ekki um neina
staðgöngumeðferð (substitu-
tionstherapiu) að ræða og þvi