Læknablaðið - 01.12.1957, Side 40
134
LÆKNABLAÐIÐ
kringum neðsía hluta magans.
Mjmd 3 a og 3 b sýna greini-
lega, hvernig aSgerðin er í'ram-
kvæmd. Stúfnum er lokaS,
annaShvort meS því aS inn-
hverfa endanum eSa sauma
veggina saman innan frá og
eru þaS einkum Plenk og
Schrimger, sem mæla meS því,
en einnig hafa Makkas og
Marangos náS ágætum árangri
á þann hátt. Ókostur viS þess-
ar aSferSir er, aS saumar
iialda heldur illa eftir að slím-
húSin hefur veriS tekin og að-
eins er eflir vöSvalagiS og ser-
osa til aS sauma í. Leki kemur
því stundum og þaS því frem-
ur sem oft er erfitt að komast
hjá því aS skerða um of hlóð-
rásina til þess' hluta, sem skil-
inn er eftir. ÞaS er þvi sjálf-
sagt að setja Penrose kera ná-
lægt stúfnum og á þann hátt
reyna að koma í veg fyrir út-
hreidda lífhimnubólgu, ef leki
myndast frá stúfnum. C. Bruus-
gaard hefur reynt ])á aðferð að
sauma stúfinn út í magálsvegg-
inn og kemur þá fistula, en
ekki útbreidd lífhinmuhólga,
ef saumar skyldu hila.
Þessi aðgerð er auðvitað því
aðeins vænleg til varanlegs
árangurs, að öll antral slím-
húðin só flegin burtu. ÞaS er
óráðlegt að nota hana, ef mikið
hefur hlælt úr sárinu. Ýmsir
skurSlæknar mæla mikið með
þessari aðferð svo sem:Wil-
man, Driiner, Búrkle de la
Camp, Fromme o. fl. Mér hef-
ur reynzt betur að heita Plenk’s
aðferðinni, þ. e. sauma vegg-
ina í antrum saman innan frá
og innhverfa aðeins bláendan-
um.
Bruusgaards aðferðina hef ég
notað þrisvar sinnum í tvö
skipti með ágætum árangri, cn
lijá þriðja sjúklingnum opnað-
ist skurðurinn að mestu lejdi
á 8. degi (Deliischentia) og
varð aS sauma hann aS nýju.
Eftir það fékk sjúklingurinn
fistil, sem þó lokaðist af
sjálfu sér á nokkrum mánuð-
um. Allir eru þessir sjúkling-
ar einkennalausir nú, 2—4 ár-
um eftir aðgerð, og' framleiða
el-ki sýru eftir histamin inn-
spýtingu.
Ad 4. Duodenostomia með
catheter, kennd við Friede-
mann og Welch, kemur sjald-
an til greina, en er mjög hand-
hæg, þegar stuttur skeifugarn-
arstúfur er eftir, og sárið hefur
verið tekið, eða ef skeifugörn-
in er svo þvkk og óþjál, að
venjuleg lokun eða „plasti'sk-
ar“ lokanir eru óframkvæm-
anlegar. Aðferðin er einfald-
lega í því fólgin, að catheter
No. 16 eða 18 er þrætt inn í
skeifugarnarstúfinn og hon-
um lokað utan um það með
einum eða fleiri saumum, helzt
tóhakspokasaumum, og þar
iitan um er vafið netjusnifsi,
eins og mjmd 4 sýnir. Penrose
keri er settur i námunda við