Læknablaðið - 01.12.1957, Síða 81
L Æ K NABLAÐIf)
175
Lyflæknaþing
1 Helsingfors verður haldið
26. þing norrænna sérfræðinga
í lyflæknisfræði (26. Nordiska
kongressen för intern medicin)
dagana 28.—28. júní 1958.
Á þinginu verður fjallað um
eftirtalin aðalumræðuefni:
1. Mjógirnið. Sjúkleg lífeðlis-
fræði og klinik.
2. Lifrarskemmdir og truflanir
á starfsemi innrennslis-
kirtla.
3. Misnotkun fúkalyfja og
hættur, sem fúkalyfjagjöf
fylgja.
4. Erindi eftir frjálsu vali.
Tilkynningu um þátttöku í
þingi þessu má senda til:
Docent S. G. Jokipii, Munks-
nás Allen 11, Helsingfors.
*
Frá Læknafélagi Islands
,.The Seeond World Confercnce on
Medical Education" verður haldinn í
Chicago, U.S.A., 30. ág.—4. sept.
1959. Þing þetta mun fjalla um fjöl-
mörg atriði varðandi kennslu lækna-
efna og framhaldsmenntun lækna
og alþjóðasamvinnu um þau mál.
Nánari upplýsingar um bráða-
birgðadagskrá fást hjá ritara L. 1.
J. Obst. & Gynec. Vol. 67. 1954,
bls. 933.
Obst. & Gynec. Survey. Vol 12, 1957,
bls. 710.
Delfs, E.: Obst. & Gynec., 9 :1, 1957.
Zbl. Gynak. 79. Jahrg. 1957, bls. 313.
Lewis, T. L. T.: Progress in Clinical
Obst. & Gynæc. London 1956.
Gordon King: Obst. & Gynec. Sur-
vey. Vol. 12, bls. 333.
og til hans má senda tilkynningar
um þátttöku, og helzt sem fyrst,
einkum ef menn vilja láta skrá sig
á mælendaskrá um tiitekið efni.
------•-------
Uir erlentltivn
Itehn ttt'i intn
Húökrabbi á nefi og eyrum.
(Úr „The Journal of the Interna-
tional College of Surgeons", Vol. 27,
nr. 4, bls. 511, 1957. Charles C. Gra-
ce, St. Augustine, Florida.
Höfundur vill með grein sinni
vekja athygi á lítið notaðri meðferð
á krabbameini í andliti, þar sem
reynt er að ná fullkomnum „kos-
mestískum" árangri jafnframt fullri
lækningu.
Geislalækning krabbameins á
þessum svæðum hefur í för með sér
rýrnun á húðinni og útvíkkun æða,
sem veldur varanlegum lýtum. Við-
komandi svæði þolir ekki áhrif sól-
arljóss nema um stuttan tíma í einu,
og afturhvörf eftir geislalækningu
eru alltíð.
Suðrænir þjóðflokkar eru betur
varðir fyrir skaðlegum áhrifum út-
f jólublárra geisla sólarinnar en t. d.
Norðurlandabúar. Kemur þetta
einkum greinilega fram í Ástralíu,
þar sem allt að 50 tilfelli af húð-
krabba koma fyrir daglega á sjúkra-
húsum Sidney-borgar einnar, og að
mestu leyti hjá hvítum, ættuðum frá
löndum Norður-Evrópu. Hins vegar
er athyglisvert, að hjá t. d. Itölum,
sem þar búa, er þetta afar sjald-
gæft.
Sama er að segja í Afriku og Suð-
urríkjum Bandaríkjanna, þar sem
sjúklingar með þennan sjúkdóm eru
að % hlutum ættaðir frá Bretlands-
eyium. Hafa rannsóknir sýnt, að
húðin hjá norrænum ættflokkum
getur ekki myndað þá þykknun á
stratum corneum, sem nauðsynleg