Bændablaðið - 11.04.2013, Síða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013
Á aðalfundi Samtaka ungra bænda
sem fram fór á Egilsstöðum 16.
mars síðastliðinn var Jóhanna
María Sigmundsdóttir frá
Látrum í Mjóafirði kjörin
formaður. Tók Jóhanna þar með
við stjórnartaumunum af Helga
Hauki Haukssyni, sem gegnt
hafði formennsku frá stofnun
Samtakanna. Af því tilefni tók
Bændablaðið Jóhönnu tali og ræddi
við hana um stefnu samtakanna og
framtíðina í búskap og félagsmálum.
Jóhanna er fædd 28. júní 1991 í
Reykjavík en er uppalin að Látrum í
Mjóafirði við Ísafjarðardjúp, þar sem
hún býr enn. Foreldrar hennar, þau
Sigmundur Hagalín Sigmundsson
og Jóhanna María Karlsdóttir, reka
þar sitt bú með kýr, kindur og hross
en Jóhanna er einnig þátttakandi
í sauðfjárbúskapnum. Jóhanna
er búfræðingur frá Hvanneyri og
útskrifaðist þaðan 1. júní síðastliðinn.
Jóhanna segist hafa kynnst
Samtökum ungra bænda í gegnum
netið árið 2010 og kynnti sér
félagsskapinn. „Strax þá skráði ég mig
í samtökin og þegar ég var síðan við
nám á Hvanneyri var ég kosin í stjórn
Félags ungra bænda á Vesturlandi og
Vestfjörðum. Á aðalfundi Samtaka
ungra bænda í fyrra var ég síðan
kosin í stjórn og ákvað síðan að
láta slag standa og gefa kost á mér í
formennskuna nú á síðasta aðalfundi.“
Jóhanna segir að frá stofnun
hafi mestur tími samtakanna farið
í uppbyggingar og kynningarstarf,
meðal annars við stofnun landshluta-
félaga. Það starf sé nú að mestu að baki
og hægt að snúa sér að öðrum brýnum
verkefnum. „Mesta uppbyggingin er
búin núna. Við höfum verið í miklu
kynningarstarfi meðal ungra bænda
fram að þessu og fengið mjög marga
til liðs við okkur. Nú er að myndast
svigrúm til að vinna enn meira að
okkar hagsmunamálum og verða
sýnilegri út á við. Þessi samtök eiga
enn mikið inni. Við höfum verið að
vinna að því að móta okkar stefnuskrá,
um hvað við viljum vinna að og hvar
hagsmunir okkar, ungra bænda,
liggja. Við höfum jafnframt farið af
stað með verkefni sem gengur út á
heimsóknir í framhaldsskóla til að
kynna landbúnað í heild sinni og
aðkomu ungs fólks að landbúnaði.
Þetta verkefni er tiltölulega nýtt af
nálinni en hefur gengið mjög vel fram
að þessu. Það er mikill áhugi á þessu
hjá framhaldsskólunum, ég verð mjög
vör við það.“
Hafa áhyggjur af stöðu búfræðináms
Jóhanna segir að áherslumál ungra
bænda séu mörg og fjölþætt en fyrst og
fremst séu það möguleikar ungs fólks
í landbúnaði, nýliðun og menntun sem
brenni á félags mönnum. „Eins og kom
glögglega fram á aðalfundinum okkar
á dögunum þá er það framtíð ungs fólks
sem brennur á okkur, sama hvar innan
landbúnaðargeirans það vill starfa. Það
getur verið að það vilji verða bændur,
búfræðingar eða vinna annars staðar
innan geirans. Fólk hefur jafnframt
áhyggjur af stöðu búfræðinámsins, þeir
sem eru útskrifaðir frá Hvanneyri eða
eru þar í námi leggja þunga áherslu á við
stöndum traustan vörð um námið og öll
svið þess. Svo viljum við auðvitað bara
hafa sem mest áhrif á umræðuna. Allt
sem er í gangi innan landbúnaðarins
kemur okkur líka við, ekki síður en
þeim sem eldri eru.“
Jóhönnu finnst sem aðeins hafi
skort á að hlustað sé á raddir ungs fólks
sem er að hasla sér völl í landbúnaði
og stundum sé ekki horft til þeirra
hagsmuna. „Það er mín skoðun já.
Við höfum orðið aðeins útundan í
þeirri umræðu en það er þó alltaf að
verða meiri vakning í þeim efnum. Við
heyrum það alveg hjá fólki. Samtök
ungra bænda voru að sumu leyti litin
ákveðnu hornauga fyrst en í dag er fólk
almennt farið að taka undir með okkur.“
Starf samtakanna skilar sér
Á síðasta búnaðarþingi fjölgaði un-
gum bændum verulega í hópi þing-
fulltrúa. Sumir þessara ungu bænda
hafa einmitt starfað með Samtökum
ungra bænda. Jóhanna er sannfærð
mikið að segja. „Já, ég vil meina það.
Við höfum auðvitað hjálpað okkar
félagsmönnum að verða sýnilegri,
hvort sem er í sinni heimasveit eða á
landsvísu. Við veitum þeim tækifæri
til að láta rödd sína heyrast. Mér
þótti afar ánægjulegt að ungu fólki
á búnaðarþingi skyldi fjölga með
þessum hætti, fólk sem hefur starfað
með okkar samtökum og eru okkar
málsvarar.“
Jóhanna segir að þeirri spurningu
hafi ítrekað verið velt upp hvort Samtök
ungra bænda ættu að stíga skrefið til
fulls innan félagskerfis bænda og
sækja um aðild að Bændasamtökum
Íslands. Hún þvertekur alls ekki fyrir
það en segir að áður en nokkur slík
ákvörðun yrði tekin þurfi samtökin
að klára ákveðna stefnumótunarvinnu.
„Það hefur verið mikið rætt og ég hef
fengið þessa spurningu oft, um hvort
að við ætlum ekki að sækja um aðild
að Bændasamtökunum. Ég segi að
það strandi á því að okkur finnst í
rauninni við í ekki vera búin að klára
að marka okkur stefnu. Við erum í
raun ekki búin að marka heildarstefnu
fyrir Samtök ungra bænda og getum
þar af leiðandi ekki útvíkkað okkar
starfsemi enn frekar, á meðan við
vitum ekki fyrir fullt og fast hvert
við viljum fara með félagsskapinn
eða hvaða stefnu við ætlum að taka.
Sú vinna er hins vegar hafin, hefur
staðið frá því á aðalfundi á síðasta ári
og nú á síðasta aðalfundi voru kynnt
drög að heildarstefnu samtakanna.
Þar kom fram skýr vilji fulltrúa til
að vinna enn frekar að stefnumörkun
samtakanna. Við munum vinna áfram
að málinu fram að næsta aðalfundi
og leggja það fyrir þá á nýjan leik.“
Góður félagsskapur
Það er mikils virði fyrir ungt fólk
í landbúnaði að eiga heildarsamtök
sem vinna að hagsmunum þess, segir
Jóhanna. Ekki síður er mikilvægt að
kynnast fólki víðs vegar að af landinu
og geta borið saman bækur sínar við
það. „Það er ótrúlega mikils virði. Ég
hef til að mynda kynnst mörgum af
mínum bestu vinum í dag í gegnum
þessi samtök. Ef ég ætlaði að keyra
hringinn núna og heimsækja alla
sem ég þekkti þyrfti ég að taka ansi
langan tíma í það. Ég hef þó alla vega
gistingu. Þetta er mikill félagsskapur
sem maður fær út úr þessu. Það er líka
mjög gagnlegt að geta rætt hlutina við
marga sem eru í svipuðum sporum og
maður sjálfur er, kannski í mismunandi
landshlutum og fá hugmyndir um
hvernig þeir gera hlutina. Við höfum
verið að vinna að því að koma á
fót vettvangi þar sem ungt fólk í
landbúnaði getur skipst á skoðunum.
Hann er enn sem komið er á Facebook-
síðu, hvað sem síðar verður, en þar
eru aðskiljanlegustu hlutir ræddir.
Þar er velt upp spurningum eins og
hver hæðin á fjárhúskjallara á að vera,
hvaða kornafbrigði hafa reynst best
og í raun allt milli himins og jarðar.“
Talsmenn hinna dreifðu byggða
Samtök ungra bænda snúa ekki bara
að landbúnaði segir Jóhanna heldur
einnig að málefnum landsbyggðarin-
nar. „Við höfum rætt byggðamál mjög
mikið innan okkar raða og við viljum
að það sé stutt við dreifðari byggðir
landsins. Það þarf að vera grunnþjó-
nusta um allt land til að hægt sé að
halda landinu í byggð. Bændur þurfa
að leita læknis og senda börnin sín í
skóla eins og aðrir íbúar þess lands.
Ég bý á svæði sem hefur orðið ver-
ulega útundan og um síðustu jól
sátum við í myrkri, tölvulaus og
símalaus. Maður velti óhjákvæmi-
lega fyrir sér hvort árið væri virki-
lega 2013. Þetta er því auðvitað
málefni sem við látum okkur varða
og setjum fram þá kröfu að fólk á
lands byggðinni njóti eðlilegrar og
traustrar grunnþjónustu.“
Á síðasta búnaðarþingi var í fyrsta
skipti kosin stjórn Bændasamtakanna
þar sem konur eru í meirihluta.
Jóhanna segir að það skipti miklu
máli fyrir konur í landbúnaði að
eiga fyrirmyndir af þessu tagi. „Að
sjálfsögðu. Ég hefði líklega drifið
mig fyrr á Hvanneyri til að mynda,
hefði ég áttað mig á því hversu
mikill fjöldi kvenna væri þar við
nám. Það er erfitt að að stíga ein
fram og afar mikilvægt að bæði
kynin komi að stefnumörkun og
ákvarðanatöku. Alveg eins og það
eru mismunandi sjónarmið milli
landshluta hvað varðar landbúnaðinn
þá eru mismunandi sjónarmið milli
kynjanna. Þegar ég útskrifaðist
sem búfræðingur vorum við 28 í
útskriftarárgangnum. Af því vorum
við átta stelpur og ég held að
þetta sýni kannski hlutfallið innan
landbúnaðargeirans, af þeim sem
eru virk í félagsmálum til dæmis.
Þetta voru hins vegar alt mjög sterkar
konur og það skiptir auðvitað máli.“
Jóhanna María situr í fjórða
sæti á lista Framsóknarflokksins í
Norðvesturkjördæmi. Ef horft er til
skoðanakannana er afar líklegt að
það sæti þýði varaþingmennsku, hið
minnsta. Jóhanna segir að framtíðin
sé þó að verða bóndi. „Ég hef alltaf
verið viðloðandi búskapinn heima
og það blundaði alltaf í mér að fara
í bændaskólann og verða svo bara
bóndi og húsmóðir í sveit. Núna
tek ég smá krók, stoppa aðeins
við í félagsmálum, en það er stóri
draumurinn að geta verið bóndi .
Helst vildi ég búa með bæði kýr og
kindur en ég hef þó alla tíð verið meiri
sauðfjárkona. Lengst af var ég mikill
heimalningur, einkum áður en ég fór
á Hvanneyri. Það kom ekkert annað
til greina en að verða bóndi heima og
ég átti erfitt með að horfa út fyrir þann
ramma. Í dag dreymir mig hins vegar
alveg jafn mikið um að verða bóndi
á Suðurlandi eða Norðurlandi eins
og heima á Látrum,“ segir Jóhanna.
/fr
Mikilvægt fyrir ungt fólk í landbúnaði að eiga Samtök ungra bænda:
Nýr formaður segir nauðsynlegt að konur í
landbúnaði hafi fyrirmyndir að horfa til
Samtök ungra bænda
Samtök ungra bænda voru stofnuð 23. október 2009 í Dalabúð í
Búðardal.
Fjórar landshlutadeildir starfa innan samtakanna; á Norðurlandi,
Suðurlandi, Austurlandi og á Vesturlandi og Vestfjörðum.
Tilgangur samtakanna er að sameina unga bændur um hags-
munamál og vinna að framgangi þeirra.
Félagar í Samtökum ungra bænda eru nú um 300 talsins.
Mynd / HKr.