Bændablaðið - 11.04.2013, Page 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013
Íslensk hönnun
Einar Vignir Skarphéðinsson er
fæddur og uppalinn á Patreksfirði
og býr þar í dag ásamt eiginkonu
sinni Helgu Gísladóttur. Hann
er húsasmiður að mennt, lauk
nýverið smíðakennaranámi fyrir
grunn- og framhaldsskóla og er
nú smíðakennari við Grunnskóla
Vesturbyggðar. Handverkið á hug
hans allan og nýtir hann hverja
stund til að vinna í því.
Upphaf:
Ég hef verið í handverki frá árinu
1991, í rúm 20 ár. Barnaleikföng
áttu hug minn allan til að byrja
með en svo fór ég á námskeið í
trérennismíði, varð hugfanginn af
þeirri list og hef aðallega verið í því
síðan. Ég er einn af stofnfélögum í
Trérennismíðafélagi Íslands sem var
stofnað árið 1994.
Innblástur:
Ég fæ hugmyndir úr umhverfinu og
náttúrunni sem ég er alinn upp við,
fjörunni, fjöllunum og sjónum, en
ég notast nær eingöngu við efnivið
úr náttúrunni. Þá hef ég smíðað
náttúruleikföng eða bíla úr viði þar
sem ég nota enga málningu, lakk,
lím eða nagla og skrúfur, aðeins
viðinn og matarolíu sem ég ber á
bílana. Einnig hef ég prófað mig
áfram í gleri, kopar, messing, pappír,
plexígleri, mósaík, silfri og fleiru.
Efniviður:
Þeir hlutir sem ég renni aðallega eru
skálar, kertastjakar, pennar, bréfa-
hnífar og margt fleira. Þá sinni ég
ýmsum sérverkefnum og pöntunum.
Íslenski viðurinn er mér hugleikinn
og þá helst lerki, birki og reynir þótt
það sé líka gaman að prófa fram-
andi og spennandi viðartegundir.
Ég hef tínt rekavið á Ströndum
og renni úr honum en hann kemur
mjög skemmtilega út þegar hann
er ormétinn og skreyttur frá nátt-
úrunnar hendi. Slíkur viður kemur
frá Síberíu og getur verið mörg ár
í hafísnum í Norður-Íshafinu þar
til hann kemur til Íslands. Þá tekur
við annað eins í þurrkunarferlinu
en götin í viðnum koma eftir orm-
inn sem étur sig í gegnum viðinn.
Hann heitir latneska nafninu Laredo.
Vinsælastir eru þó pennarnir sem ég
renni og set í lurk eða trjágrein með
krækjum og lömum og þá er hægt
að brenna fallega nafn viðkomandi
eiganda inn í lokið á lurknum. Ég
kom fyrstur með þessa hugmynd og
var til margra ára sá eini hér landi
sem seldi pennana þannig. Þeir
hafa verið keyptir í útskriftargjafir,
stórafmæli, fermingar, við starfslok
og fleira.
Fram undan:
Munir eftir mig hafa farið út um víðan
heim og á marga framandi staði, sem
mér þykir mjög vænt um. Ég hef tekið
þátt í fjölda handverkssýninga bæði
á Ísafirði og í Reykjavík, þar á meðal
Handverkssýningunni í Perlunni sem
var tileinkuð Vestfjörðum, hand-
verkssýningum í Laugardals höllinni
og atvinnuþróunarsýningum á Ísa-
firði. Einnig hef ég hannað og smíð-
að frá upphafi verðlauna gripinn á
heimildarmynda hátíðina Skjaldborg
sem haldin er á Patreksfirði ár hvert
um hvítasunnuna. Sá gripur heitir
eftir mér og er kallaður „Einarinn“
svo það er mjög gefandi og skemmti-
legt að fá að takast á við mörg fjöl-
breytt verkefni.
/ehg
Varð hugfanginn af trérennismíði
Pennar og lyklakippur úr smiðju Einars hafa verið mjög vinsæl. Sýnishorn af verkum Einars.
Glæsilegur kistill sem smiðurinn útbjó af hagleik.
Aðalstarf Einars er smíðakennsla í Grunnskóla Vesturbyggðar og hefur
og smíðað verðlaunagripinn á
heimildarmyndahátíðina Skjaldborg
um hvítasunnuna og heitir gripurinn
eftir honum, „Einarinn“.
vinna með viðartegundir og hefur