Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 53

Bændablaðið - 11.04.2013, Blaðsíða 53
53Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Hvað á að gefa kúnum næsta vetur? Á liðnum vetri hafa ráðunautar gert NorFor-fóðuráætlanir fyrir mjólkurkýr fyrir hátt í hundrað bú. Hér eru vangaveltur um fóður og fóðuröflun í framhaldi af þeirri vinnu. Þegar bændur skipuleggja gróffóðuröflun sína fyrir komandi ár og ákveða hvað skal rækta til sláttar í sumar er mikilvægt að það fóður sem vænta má að verði til næsta haust og vetur passi saman til gjafa. Túnin geta verið ólík, t.d. hvað aldur ræktunar og gróður- far varðar og þarf áburðargjöf og sláttutími að vera í samræmi við til hvaða nota uppskeran er ætluð. Fóðrun og fóðuráætlanagerð fyrir mjólkurkýr hefur reynst hvað best með hey sem hefur háan meltanleika (um og yfir 70%), gott orkugildi (yfir 0,8 FEm/kg þe) og með próteingildi á bilinu 140-180 g hráprótein/kg þe. Trénisinnihald hefur víðaverið of hátt þar sem of seint er slegið. Almennt er mælt með að innihald meltanlegs trénis (NDF) sé á bilinu 480-520 g/kg þe í góðu kúaheyi, og að ómeltanlegt tréni (iNDF) sé ekki hærra en 120 g/kg NDF því það getur komið niður á orkuinnihaldi heyjanna. Sláttutími hefur mikið að segja um orku- og próteingildi heyjanna og trénisinnihald, en þó verður að sjálfsögðu að feta hinn gullna meðalveg milli magns og gæða uppskeru. Þá hefur veðurfar á vorin einnig mikil áhrif s.s. á ómeltanlegt tréni (iNDF) en í þurr- um, köldum vorum er hættara við að grösin fari snemma í kynvöxt, þ.e. setji punt. Þá verður hlutfall stöngla hátt á kostnað blaða og hlutfall iNDF því hærra. Það sama má segja með steinefnin sem eru mikilvæg fyrir gripina okkar, en það hefur áður verið rakið í grein hér í Bændablaðinu. Skynsamleg notkun á köfnunarefnisáburði og góð nýting búfjáráburðar getur haft úrslitaáhrif á hvort heyin verði próteinrík og þá má ekki gleyma mikilvægi brennisteins í próteinmyndun grasa. Hér á landi getur verið skortur á brennisteini í jarðvegi, einkum á þurrviðra- sömum svæðum þar sem jarðvegur er ólífrænn, s.s. sandar og melar. Þá skiptir tegund plantna einnig máli þar sem belgjurtir og smárar innihalda jafnan minna tréni en grös þó hinsvegar sé ómeltanlegi hluti trénisins hlutfallslega hærri í belgjurtum og smárum en í grösum. Þegar heimaöfluðu fóðri er raðað saman í fóðuráætlun er gott að gera sér grein fyrir heildar- magni heyja af hverri tegund og heildarmagni af heimaöfluðu eða aðkeyptu, íslensku korni. Þá þarf að skoða hvenær helsti burðartími er hjá kúnum þannig að hægt sé að gera sér í hugarlund hvenær mesta þörfin er fyrir besta gróffóðrið. Víða er rúllum eða stórböggum raðað í stæður eftir sláttutíma eða gæðum svo að hægt sé að nálgast hverja tegund fyrir sig eftir því sem það hentar. Margir rækta korn til fóðurs með ágætis árangri, bæði hvað uppskeru og gæði varðar. Korn (bygg og hveiti) inniheldur mikið af sterkju sem brotnar hratt niður í vömb en tiltölulega lítið af hrápróteini, algengt að það sé 11-13%. PBV-gildi kornsins er því neikvætt, oft um og undir -30 g PBV/kg þe. Því þurfa hey sem gefin eru með korni að innihalda meðal magn hrápróteins eða meira og hafa jákvætt PBV-gildi. Hægt er að vega lág AAT- og PBV- gildi korns upp með próteinríkum kjarnfóðurblöndum en undirstaðan þarf alltaf að vera gott gróffóður ef gefa á mikið korn. Í ljósi þess að víða um norðan og austanvert landið hafa tún verið svelluð um langan tíma má búast við að endurræktun túna og ræktun grænfóðurs verði umfangsmikil á þeim svæðum. Hentugar tegundir grænfóðurs til beitar fyrir mjólkurkýr eru rýgresi og vetrarrepja en þessar tegundir gefa mikla og lystuga uppskeru. Getur verið ágætt að blanda þeim saman. Til sláttar er uppskera grænfóðurs oftast með lágu þurrefni enda erfitt að þurrka það. Það er því óheppilegt að grænfóður verði uppistaðan í fóðri mjólkurkúa. Ef vandað er til verka getur rýgresi verkast vel í rúllum og gefið gott fóður, eitt sér eða í blöndu með öðrum tegundum. Til að fá meira þurrefni getur hentað að rækta í heilsæði bygg eða hafra með rýgresi og vetrarrepju til rúllu- eða stæðuverkunar. Uppskera af slíkri blöndu getur verið mjög mikil og bæði orku- og próteinrík ef vel tekst til. Mikilvægt er að kappkosta hreinlæti við alla fóðurverkun og útiloka jarðvegsmengun í rúllur og heystæði. Notkun íblöndunarefna hjálpar til að tryggja rétta verkun og koma í veg fyrir óæskilega gerjun á borð við smjörsýrugerjun. Nokkur mikilvæg atriði: Taka heysýni í samráði við ráðunaut. Hirðingarsýni geta hentað ef þurrefni er komið upp fyrir 45% annars skal taka verkað sýni. Mikilvægt er að vanda til verka við sýnatöku og fara eftir ráðleggingum. Réttur áburðartími, rétt magn og samsetning áburðar. Hafa í túnunum grastegundir sem skila góðri uppskeru hvað varðar magn, gæði og lystug- leika. Vanda val á sláttutíma, heyverkun og plöstun á heyi. Velja baggastæðum úti góða staðsetningu varðandi aðgengi að þeim og að áhrif veðurs verði sem minnst. Verja stæðurnar fyrir skepnum og skipuleggja þær þannig að auðvelt sé að velja hentugt hey hverju sinni. Jóna Þórunn Ragnarsdóttir Ráðunautur í fóðrun hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins Eiríkur Loftsson Ráðunautur í fóðrun hjá Ráðgjafarmiðstöð land- búnaðarins Jóna Þórunn Ragnarsdóttir Eiríkur Loftsson Uppruni og búseta: Fæddur á Húsavík og að mestu uppalinn þar. Nú búsettur í Litlu-Brekku Hörgársveit. Menntun og fyrri störf: Búfræðingur frá Hvanneyri, stúdent frá VMA og Landbrugstekniker frá Danmörku. Starfaði áður sem framvæmdastjóri Búgarðs á Akureyri og þar áður sem forstöðumaður fóðuriðnaðar KS í Skagafirði. Nafn: Berglind Ósk Óðinsdóttir. Starfsheiti: Starfsmannastjóri. Starfsstöð: Hvanneyri. Uppruni og búseta: Fædd og uppal- in á Hauganesi við Eyjafjörð þar sem hún skottaðist um í fiskhúsinu eða niður á bryggju. Núna búsett á Hvanneyri með Sigtryggi Veigari Herbertssyni og tveim drengjum 10 og 2 ára. Menntun og fyrri störf: Lauk stúd- entsprófi frá Verkmenntaskólanum á Akureyri árið 2000, kenndi í grunnskóla þrjá vetur en fór svo í Búvísindadeildina á Hvanneyri. Kláraði þar fyrst BSc próf, fór svo í skiptinám til Noregs og kláraði í kjölfarið MSc próf í fóðurfræði. Vann sem ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands frá útskrift að stofnun RML. Kem til með að halda tengingu við fóðurfræðina með því að taka þátt í starfi faghóps um fóðrun. Nafn: Gunnar Guðmundsson. Starfsheiti: Verkefnisstjóri þekkingar yfirfærslu og erlendra samskipta. Starfsstöð: Borgarfjörður (Hestur / Hvanneyri). Uppruni og búseta: Fæddur á Kirkjubóli í Dýrafirði 13. apríl 1948 og uppalinn þar. Kvæntur Gíslínu Lóu Kristinsdóttur, ljósmóður. Þau búa á Akranesi og eiga þrjár uppkomnar dætur. Menntun og fyrri störf: Próf frá Samvinnuskólanum á Bifröst, 1969, búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1970, búfræðikandidat frá Framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri 1973, Dr. Scient próf í fóðurfræði jórturdýra frá Norges Landbrukshögskole að Ási í Noregi 1979. Bú- og tilraunastjóri á tilraunabúi Búnaðarsambands Suðurlands og Rala í Laugardælum í Flóa 1980-1986, fóðurráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands 1986-1989. Forstöðumaður kjötafurðasviðs Kaupfélags Borgfirðinga 1990- 1994, nautgriparæktarráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands, síðar Bændasamtökum Íslands 1994- 1999 og sviðsstjóri ráðgjafarsviðs BÍ frá 2000 til ársloka 2012. Hefur tekið þátt í ýmsum félags- og nefndastörfum innan og utan landbúnaðarins. Fulltrúi í stjórn NorFór - félags um starfrækslu norræna fóðurmatskerfisins fyrir nautgripi. Nafn: Helga Halldórsdóttir. Starfsheiti: Verkefnisstjóri þróunar og samskipta hjá RML. Starfsstöð: Hvanneyri. Uppruni og búseta: Fædd 1962 og uppalin á Minni-Borg í Miklaholtshreppi, Snæfellsnesi. Hefur búið í Borgarnesi frá árinu 1981. Gift Gunnari Jónssyni og eiga þau þrjú uppkomin börn. Menntun og fyrri störf: Leiðsögumaður frá EHÍ, Diploma í opinberri stjórnun og stjórnsýslu frá EHÍ, stúdent frá FVA. Starfsmaður á skrifstofu BV frá 1998 og skrifstofustjóri BV frá 2006 til loka árs 2012. Rekur með fjölskyldunni ferðaþjónustufyrirtækið Egils Guesthouse í Borgarnesi. Nafn: Sigrún Brynja Ingimundar- dóttir. Starfsheiti: Skrifstofumaður. Starfsstöð: Sauðárkrókur. Uppruni og búseta: Er frá Ketu í Hegranesi, Skagafirði. Búsett á Sauðárkróki. Gift Símoni Baldri Skarphéðinssyni og eiga þau þrjú börn og sex barnabörn. Menntun og fyrri störf: Hóf skólagöngu í barnaskóla Rípurhrepps og svo í Gagnfræðaskóla Akureyrar. Vann að mestu við verslunarstörf, þar af í níu ár í eigin verslun. Hjá Leiðbeiningamiðstöðinni ehf. frá 2001. Nafn: Oddný Kristín Guðmundsdóttir. Starfsheiti: Skrifstofumaður. Starfsstöð: Hvanneyri. Uppruni og búseta: Fædd í Borgarnesi og uppalin á Hvanneyri frá sjö ára aldri en er einnig ættuð úr Vatnsdal. Búsett á Hvanneyri, er gift Borgari Páli Bragasyni og eiga þau tvö börn. Menntun og fyrri störf: Stúdent frá Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi 1993. Viðskiptafræðingur frá Bifröst 2004. Hefur starfað við ýmislegt í gegnum tíðina, m.a. við skrifstofustörf, ferðaþjónustu og störf tengd landbúnaði. Starfaði sl. 9 ár hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.