Bændablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013
Upplýsingatæknibásinn
sviðsstjóri
tölvudeildar Bændasamtaka Íslands
jbl@bondi.is
Tölvuvæðing í landbúnaði hófst
strax á áttunda áratug síðustu aldar
með tölvu skráningu á skýrsluhalds-
gögnum og bú reikningum í stór-
tölvu umhverfi. Hand skrifaðar
skýrslur bænda, sem tóku þátt
í skýrsluhaldi búgreina og
búreikningum, voru þá sendar
til Reykjavíkur til skráningar
og uppgjörs. Með einkatölvu-
væðingunni og síðar net væðingunni
með tilkomu internetsins sköpuðust
nýir og spennandi möguleikar
til að auka aðgengi bænda að
skýrsluhalds gagnagrunnum
búgreina og við að færa skráninguna
,,heim í hlað“.
Það var eðlilegt að bændur veltu
fyrir sér notagildi tölva í búskap sínum
ef enginn var hugbúnaðurinn til að
glæða þær lífi, þegar einkatölvur
voru fyrst að koma á markað. Þess
vegna lagði Búnaðarfélag Íslands
mikla áherslu á smíði sérhæfs
hugbúnaðar fyrir bændur á fyrri hluta
tíunda áratugar síðustu aldar. Þá var
einkatölvuforritum ýtt úr vör og má
þar nefna Einka-Feng og Íslandsfeng
í hrossarækt, NPK fyrir jarðrækt og
Fjárvís fyrir sauðfjárbændur, að
ógleymdu bókhaldsforritinu Búbót,
sem var komið á markað fyrir 1990.
Aðgengi bænda að gögnum og
rafræn skráning
Skömmu eftir að ég hóf störf hjá
Búnaðarfélaginu árið 1991 bjó ég
til slagorð sem átti að vísa leiðina
fram á við í tölvumálum: Færum
heiminn heim í hlað! Þetta átti að vera
brýning um verkefnin fram undan
og ekki veitti af á upphafsdögum
tölvu- og netvæðingar. Markmiðið
var sem sagt að smíða hugbúnað
sem opnaði aðgengi bænda að
skýrsluhaldsupplýsingum sínum sem
voru geymdar í miðlægum stórtölvum
í Reykjavík, og því var þetta nokkuð
háleitt markmið árið 1993, sérstaklega
í ljósi þess að internetið varð ekki að
veruleika fyrir almenning fyrr en árið
1995.
En svo kom internetið í sínu veldi.
Jafnræði allra landsmanna í aðgengi
að internetinu var eitt af því sem varð
að nást fram til að bændur gætu setið
við sama borð og aðrir landsmenn í
aðgengi að upplýsingasamfélaginu.
Fyrst þegar við hjá Búnaðarfélaginu
ræddum við fjarskiptafyrirtæki, sem
þá var aðeins Póstur og sími, um
netvæðingu sveita þá vantaði ekki
fyrirstöður. Ein var sú að framboð af
hugbúnaði fyrir bændur á internetinu
væri af skornum skammti. Til hvers
ætti að leggja í kostnaðarsamar
framkvæmdir við að tengja sveitirnar
við upplýsingahraðbrautina ef enginn
væri hugbúnaðarinn? Við urðum að
sýna fram á þörfina!
Við létum ekki segja okkur
þetta tvisvar. Hafist var handa við
metnaðarfulla hugbúnaðargerð í þágu
bænda og landbúnaðar. Áskorunin var
að smíða hugbúnað fyrir internetið sem
opnaði aðgengi bænda að miðlægum
gagnagrunnum og byði upp á rafræna
skráningu. Til að gera langa sögu stutta
urðu til netforritin FJARVIS.IS fyrir
sauðfjárræktina, WORLDFENGUR.
COM fyrir upprunaættbók íslenska
hestsins á heimsvísu, HUPPA.IS
fyrir nautgriparækt, JÖRÐ.IS fyrir
jarðræktina, ræfrænt upplýsingatorg
– Bændatorgið og síðan hafa verið
smíðuð netforrit fyrir Matvælastofnun
til að bjóða upp á rafræna skráningu
á forðagæsluskýrslum (Bústofn.
is) og rafræna heilsufarsskráningu
búfjár (Búfjárheilsa.is), svo það
helsta sé nefnt. Allt opnar þetta
aðgengi bænda og ráðunauta að
miðlægum gagnagrunnum og færir
skráninguna ,,heim í hlað“ með
skráningum í gegnum internetið. Í
dag er stærsti hluti bænda að skila
inn skýrsluhaldsgögnum rafrænt með
aðstöð þessara netforrita.
Grunnnet fjarskipta í
samfélagslegri eigu
Í Bændablaðinu, og hér í þessum dálki
sem fjallar m.a. um fjarskipti, hefur
verið fjallað um hvernig til hefur
tekist í uppbyggingu á háhraðaneti
til allra landsmanna með tilkomu
Fjarskiptasjóðs ríkisins. Á kosninga-
ári er rétt að horfa til framtíðar. Á
Búnaðarþingi 2013 var til umfjöllunar
það óöryggi sem skapaðist víða á
lands byggðinni í fjarskiptamálum
vegna náttúruhamfara og óveðurs, og
var kallað eftir aðgerðum stjórnvalda
til að bregðast við því ástandi. Það
skal tekið undir það hér. Í dag eru
það fjarskiptafyrirtæki á markaði
sem tryggja fjarskiptaþjónustu
um allt land. Á heildina litið hafa
þau staðið sig vel við að innleiða
nýjungar fyrir neytendur og byggt
hér upp öflugt fjarskiptakerfi að
grunni til sem Íslendingar treysta
á daglega í leik og starfi. Þá hefur
tekist að tryggja sambærilegt verð
fyrir fjarskiptaþjónustu í þéttbýli og
dreifbýli, sem er ein af forsendum
þess að hér sé hægt að tala um
jafnræði allra landsmanna í aðgengi
að fjarskiptaþjónustu. Það er hins
vegar langt í land að hægt sé að
tala um fullt jafnræði í þessum
málum þegar kemur að stöðu fólks
á landsbyggðinni. Þar er langt í land.
Íbúar í hinum dreifðu byggðum
þurfa enn að búa við ótryggar og
of hægar tengingar við internetið.
Það verður að ráða bót á ef hér á
að vera unnt að snúa við neikvæðri
byggðaþróun. Með háhraðaverkefninu
viðurkenndu stjórnvöld í verki að
aðgengi að upplýsingasamfélaginu
fyrir alla landsmenn næst ekki nema
með samfélagslegum stuðningi.
Nú er komið að næsta áfanga. Það
verður best gert með því að hækka
lágmarkskröfur um alþjónustu í
fjarskiptum fyrir alla landsmenn,
þannig að öllum landsmönnum verði
tryggður nethraði a.m.k. 50 Mb fyrir
árið 2016, og 100 Mb eigi síðan er
en 2020. Fjarskiptaáætlun stjórnvalda
þarf að breyta til samræmis við þetta
markmið. Það er nokkuð ljóst að þetta
verður ekki gert á markaðslegum
forsendum heldur þarf áfram að
koma til samfélagslegur stuðningur.
Vandfundið er annað verkefni sem
fellur betur undir stuðning við
landsbyggðina. Fjarskiptafyrirtækið
Míla, sem er einkarekið í dag en er
í fjárhagslegri endurskipulagningu,
hefur kynnt áhugaverðar hugmyndir
um að koma ljósleiðara á hvern bæ á
landinu og hafa nefnt kostnaðartölur
sem ekki hafa sést áður. Míla rekur
í dag það sem nefnt hefur verið
grunnnet, og önnur fjarskiptafyrirtæki
á markaði treysta á og þurfa að
greiða fyrir aðgang að. Það hljóta
að vakna upp spurningar, eins og
frumkvöðullinn Ingólfur Bruun
hjá fjarskiptafyrirtæki Öræfinga,
bendir á í grein í Morgunblaðinu
nýlega, hvort sú uppbygging sem
þarf að ráðast á næstu árum hvað
varðar grunnþjónustu landsmanna
í fjarskiptamálum verði ekki betur
tryggð til framtíðar í höndum ríkis
og sveitarfélaga. Áfram verði þó að
tryggja virka og heilbrigða samkeppni
á fjarskiptamarkaði í að bjóða síma-
og netþjónustu eins og er í dag. Eini
munurinn verði þá að grunnnetið er
í höndum opinberra aðila en ekki
einkaaðila, þ.e.a.s. í samfélagslegri
eigu. Það ætti að tryggja betri
samkeppnisstöðu einkafyrirtækja,
gegnsæi, jafnræði fyrirtækja að
grunnnetinu og síðast en ekki síst
þá tryggir þetta betur grunnkerfi
fjarskipta á landsbyggðinni, sem
verður að efla til muna, ef ekki á illa
að fara.
Færum heiminn
heim í hlað
Jón Baldur Lorange
Aðalfundur
Sambands
garðyrkjubænda!
Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda verður
haldinn föstudaginn 19. apríl á Hótel Örk í Hveragerði
og hefst hann kl. 13:00.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundastörf.
Vakin er athygli á að tekin verður ákvörðun um
hvort innleiða nýtt félagskerfi sem samþykkt
var á síðasta aðalfundi.
Einnig verða afgreiddar nýjar samþykktir SG.
Ef þær tillögur verða samþykktar mun verða
kosið beinni kosningu til stjórnar SG.
Allir hvattir til að mæta!
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300