Bændablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013
s.s. klaufskurðarbásum, fötum og
stígvélum og slíku. Alltaf er rétt að
minna á smitgát þegar farið er á milli
búa og sér í lagi með búnað eða fatnað
sem hefur komist í snertingu við skít.
Þá var farið afar vel yfir útbreiðslu
Schmallenberg-vírussins í Evrópu,
en vírus þessi flyst með flugum og
veldur vansköpun ef kýr eða ær
smitast á vissu stigi meðgöngunnar.
Kosturinn við þennan vírus er þó sá
að dýrin mynda skjótt mótefni og fer
sjúkdómurinn því hratt yfir og ætti
ekki að valda miklum usla aftur.
Hitt erindið var einnig afar
áhugavert, en það fjallaði um notkun
sauðfjár til þess að halda gróðri niðri á
grænum svæðum í byggð með beit. Þó
nokkuð er um það að sveitarfélög kaupi
slíka þjónustu af sauðfjárbændum.
Nokkuð misjöfn reynsla er þó af
þessu kerfi í Danmörku og virðast
a.m.k. enn sem komið er ekki margir
sauðfjárbændur bera mikið úr býtum.
Almennt
Síðasta málstofan var svo almenns
eðlis, þ.e. með erindum sem erfitt var
að setja í einn flokk. Þarna mátti hlýða
á mörg góð erindi, s.s. „Lifðu lífinu í
jafnvægi“ sem Solvejg Høj flutti, en
hún er félagsráðgjafi og hefur sérhæft
sig í að aðstoða bændur sem eiga í
erfiðleikum í einkalífinu. Að hennar
sögn er það mun algengara en fólk
heldur að óhamingja sé til staðar, oft
vegna álags sem fylgir því að vera í
búskap og það sér í lagi hjá mökum
bændanna. Hún nálgaðist erindi sitt
á einkar áhugaverðan hátt, m.a. með
því að skipta allsstaðar út orðinu „kú“
í hefðbundnum glærum fóðurráðgjafa
með „kona“ og náði óskiptri athygli
kúabændanna fyrir vikið.
Önnur fín erindi voru flutt
á málstofunni og snéru þau að
ráðgjöfum bændanna, hvernig þeir geti
m.a. bætt sig í framkomu. Veki efnið
hér fyrir neðan áhuga má nálgast öll
erindin (flest á dönsku, sum á ensku)
á heimasíðu fagþingsins: www.
kvaegkongres.dk. Neðst á síðunni eru
marglitir kassar sem standa fyrir hverja
málstofu sem hér hefur verið lýst, sem
og í fyrri samantektinni.
Snorri Sigurðsson
Nautagriparæktarsviði
Þekkingar seturs land búnaðarins
í Danmörku. sns@vfl.dk
Innmatur stórgripa er oft vannýttur og endar hreinlega oft sem gæludýrafóður.
Sé hann rétt meðhöndlaður þykir þetta herramannsmatur í sumum löndum.
Hér má sjá framleiðsluferilinn sem svo endar með niðurskornum smábitum
sem nýttir eru m.a. í sérstaka súpu. Þessi vara er seld á um 4,5 evrur pr. kíló
út úr búð eða um 700 kr./kg.
Weidemann smávélar
létta þér verkin
Dalvegi 6-8
201 Kópavogur
Sími 535 3500
www.kraftvelar.is
kraftvelar@kraftvelar.is
Nýtið ykkur hagstætt gengi og gerið
góð kaup í Weidemann smávélum
Weidemann 1140CX30
• 25 hestafla
• Lyftigeta 798 kg í beinni stöðu
• Keyrsla áfram/aftur á bak með rofa í stjórnstöng
Verð kr. 3.290.000,- án vsk.
(kr. 4.128.950,- m/vsk.)
Weidemann 1240CX35
• 35 hestafla
• Lyftigeta 1151 kg í beinni stöðu
• Keyrsla áfram/aftur á bak með rofa í stjórnstöng
Verð kr. 3.860.000,- án vsk.
(kr. 4.844.300,- m/vsk.)
Weidemann 1160CX30
• 35 hestafla
• Lyftigeta 995 kg í beinni stöðu
• Keyrsla áfram/aftur á bak með rofa í stjórnstöng
Verð kr. 3.540.000,- án vsk.
(kr. 4.442.700,- m/vsk.)
Eigum til afgreiðslu með stuttum fyrirvara
GIRÐINGAR
EFNI
husa.is
HLUTI AF BYGMA
ALLT FRÁ GRUNNI AÐ GÓÐU HEIMILI
SÍÐAN 1956
MIKIÐ ÚRVAL FRÁBÆRT VERÐ
Erum að fá í hús!
F
A
GM
ANN
A
KLÚBBU
R
NÚ LÍKA FYRIR BÆNDUR!
ERTU BÚINN AÐ SKRÁ ÞIG?