Bændablaðið - 11.04.2013, Page 60
60 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013
Lesendabás
Á mektarárum frjálshyggjunnar
var það viðhorf áberandi að
land búnaður á Íslandi væri baggi
á neytendum og samfélaginu
til trafala að dragnast með svo
gamal dags atvinnustarfsemi. Þá
var ein blínt á mikinn hagnað og
að ná honum mjög hratt, ávöxtun
eiginfjár yrði að vera samkeppnis-
hæf við banka starfsemi og
verðbréfa sölu því annars væri „allt
í plati“. En hrunið breytti þessu
eins og mörgu öðru. Skyndilega
varð þorra al mennings ljóst að
sú skoðun sem m.a. Vinstri græn
höfðu haldið ákveðið á lofti, að
hinar hefðbundnu atvinnu greinar
hér á landi ættu sér framtíð, var
hreint ekki út í bláinn. Jafnframt
reyndist æði margt í fjármála-
geiranum hafa verið í þessu fræga
plati og það var yfirleitt frekar
dýrt plat.
Að mati Vinstri grænna á land-
búnaður á Íslandi að byggjast á nýt-
ingu landgæða og endurnýjanlegra
auðlinda með sjálfbæra þróun að
leiðarljósi. Engin kynslóð hefur rétt
til að byggja sína afkomu á því að
ganga á rétt næstu kynslóða til að
lifa eðlilegu lífi. Þess vegna er það
nauðsyn að vinna með náttúrunni
og ganga ekki á hana umfram það
sem hún þolir.
Bændur styrktu sína stöðu
Landbúnaðurinn var ein þeirra
atvinnugreina sem hélt nokkuð vel
sínu striki í gegnum hrunið og verstu
afleiðingar þess, þrátt fyrir ágjöf. Það
er staðreynd að störfum í landbúnaði
hefur fjölgað eftir hrun og störf við
úrvinnslu landbúnaðarvara eru álíka
mörg og þau voru fyrir hrun. Framlag
landbúnaðarins til að halda hér uppi
atvinnustigi var því umtalsvert á
árunum 2009-2012.
Að ýmsu leyti hefur bændum
tekist að styrkja sína stöðu á síðustu
árum og það má að nokkru rekja til
stöðu krónunnar. Gengi hennar er
nú nærri því sem samfélagið ræður
við og því er staða landbúnaðarins
gagnvart útflutningi raunsönn nú
samanborið við stöðu atvinnugreina
sem byggja meira á innflutningi.
Sömuleiðis er samanburður á verði
innfluttra matvæla og innlendra
mun réttari nú þegar gengið má
teljast eðlilegt. Raunar sýna
óháðar kannanir, s.s. frá Norrænu
ráðherranefndinni, Hagstofu Íslands
og Eurostat, að matvælaverð hér á
landi er það lægsta á Norðurlöndum.
Framlag landbúnaðarins
skiptir máli
Framlag landbúnaðarins til
samfélagsins er nú rúmir 50
milljarðar á ársgrundvelli og
ef tekið er tillit til afleiddrar
starfsemi eins og vinnslu afurða er
það líklega nærri 130 milljörðum.
Þótt megináhersla sé lögð á
framleiðslu fyrir innanlandsmarkað
er útflutningur þó um 11 milljarðar
á ársgrundvelli. Leiddar eru að því
líkur að a.m.k. 12 þúsund manns
hafi atvinnu af landbúnaði þegar
allt er talið.
Af framangreindu er ljóst að
mikilvægi landbúnaðarins fyrir
atvinnulífið er umtalsvert og
eru þá ótalin ýmis hliðaráhrif,
s.s. á menningu og varðveislu
menningararfs. Ferðaþjónusta í
sveitum er orðin stór atvinnugrein
sem byggir tilveru sína að verulegu
leyti á nábýli við landbúnaðinn.
Við í Vinstrihreyfingunni –
grænu framboði teljum að framtíð
góðs mannlífs á Íslandi sé að nokkru
undir því komin að hér þrífist öfl-
ugur og framsækinn landbúnaður.
Jafnframt beri að styðja við land-
búnaðinn vegna mikilvægis hans
fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Um
allan heim er landbúnaður styrktur
beint og óbeint og því er óhugsandi
að slík atvinnugrein geti þrifist við
okkar aðstæður án stuðnings sem er
a.m.k. til jafns við það sem gerist
í nálægum löndum. Þessa skoðun
berum við kinnroðalaust á borð fyrir
hvern sem er. Ég óska öllum sem
starfa að íslenskum landbúnaði alls
hins besta, með von um sólríkt vor
og bjarta framtíð.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Höfundur skipar 2. sæti
á lista Vinstri grænna í
Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir
Íslenskur landbúnaður – til framtíðar
Landbúnaðurinn mun
breytast af enn meiri hraða
næstu árin – finnst þá kannski
mörgum nóg um. Það hafa
orðið sömu byltingar þar og
í veiðum og vinnslu á fisk.
Fullvinnsla á fisk og markviss
markaðssetning hefur aukið
margfalt verðmæti afla af
okkar fiskmiðum. Því skulum
við fylkja okkur að baki þeim
sem tala af framsýni um hag
landbúnaðar og sjávarútvegs
að bættum lífskjörum og hag
heimilanna.
En um hvað er talað? Samtök
verslunarinnar á Íslandi eru
í valdabaráttu um að komast
í að geta grætt meira en áður
af matarverslun. Fréttatími
laugardagskvöldsins 30. mars
var dæmi um það. En hvað stóð
þar upp úr? Jú, það mátti bæta
hag heimilanna, með því að
lækka verð á kjúklingabringum,
geitaosti, nautalundum,
parmesan osti.
Annað hvort lifi ég ekki sama
hversdagslífi og neytendur þeir
sem kaupmenn hafa í huga eða
að Samtök verslunarinnar vilja
ekki ræða um verðlag á almennri
neysluvöru. Alþjóðlegur
samanburður segir matarverð
á Íslandi vera sambærilegt og
lægra við helstu nágrannalönd
okkar. Vörur eins og mjólk, kjöt
og slíkar vörur eru almennt á
sambærilegu verði.
Hins vegar ber að taka undir
með þeim sem vilja berjast
fyrir almennt betri kaupmætti
og auknum ráðstöfunartekjum.
Íslendingar eru að bíða eftir
breytingum sem færir þeim
von um betri tíma, og viðreisn
í okkar samfélagi. Slíka
viðreisn er ekki að finna í að
fórna grundvallarhagsmunum
landbúnaðar og sjúkdómavarna
til verndar lýðheilsu og dýra-
heilbrigði. Hún felst í að létta á
álögum, sköttum og sækja fram
af krafti. Efla atvinnu, sækja
sjóinn og byggja upp. Skapa
vinnufrið í sjávarútvegi.
Málið snýst um viðhorf og
samfélagsgerð. Hvað sem líður
álagningu smásöluverslunnar
og hag hennar, má aldrei
slíta umræðuna úr samhengi.
Samhengi hlutanna er að vinna
og framleiða sem mest hér á
landi. Spara gjaldeyri og afla
gjaldeyris, efla atvinnu, nýta
gjafir náttúrunnar og gæta að
umhverfinu. Um þetta þarf að
skapast meiri sátt. Við viljum
versla í heimabyggð, velja
íslenskt.
Framleiðendur á fiskafurðum
segja að bilið á milli neytenda og
þeirra sem veiða og vinna fisk
hafi aldrei verið meira. Munur
á skilaverði á fisk og útsöluverð
í erlendum stórmörkuðum
sjaldan meiri en nú. Þannig er
valdabarátta um verðmyndun
ekki aðeins hér á landi.
Er arðsemiskrafan sem gerð
er á verslun kannski of há? Hvað
með ítrekuð brigsl um svindl á
matvöru? Er ekki mál að linni að
hlaupið sé upp og hagsmunum
milliliða hampað á kostnað
bænda og sjómanna?
Hver hefur í kosninga-
baráttunni í vor talað um
hagsmuni bænda sem hafa
tekið á sig stöðugt hærri
framleiðslukostnað? Þann vanda
geta aðeins sterk stjórnvöld
tekið á – og þau eru ekki við
völd núna. Eða gert útgerðum
kleift að takast við lækkandi
afurðaverð, á sama tíma og
aðkallandi endurnýjun og
fjárfestingar kalla á.
Er afkoma verslunarinnar
svo slæm að hún telji sig geta
bætt hana fyrst og fremst með
hærri álagningu á mat? Hvað
þarf mikla álagningu til að
standa undir arðgreiðslum til
þeirra sem fest hafa fjármuni í
hlutabréfum í verslanakeðjunni
Högum? Á það að allt koma
fram í matarverðinu? Er tæp-
lega 90 milljarða afskrift á
lánum til fyrirtækja í verslun og
þjónustu ekki talandi dæmi um
vanda þeirrar atvinnugreinar?
Hann verður ekki leystur með
innflutningi á hráu kjöti.
Verslun á að ganga vel, rétt
eins og frumframleiðendum,
afurðastöðvum eða öðrum sem
þjónusta veiðar, vinnslu og
smásölu. En það þarf að ganga
fram af hógværð. Ný stjórnvöld
verða að vinna að bættu rekstrar-
umhverfi bænda, útgerða og
annarra sem vinna og skapa
verðmæti. Verslunin þarf líka
skilning á hagsmunum sínum.
Sykurskattur, vörugjöld og
framvegis ruglar verðmyndun,
en svar verslunar á ekki að vera
að ráðast á forsendur annara
atvinnugreina.
Við þurfum breytingar –
ekki meira af því sama. Heldur
raunveruleg stjórnarskipti –
þau verða aðeins með sterkri
kosningu Sjálfstæðisflokksins.
Annað er meira af því sama –
með aðeins breyttum andlitum.
Haraldur Benediktsson
Hraðar breytingar í
landbúnaði næstu árin
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Hafa áhrif um land allt!
Haraldur Benediktsson
Svarið er nei. Fólkið í landinu þarf
að geta um frjálst höfuð strokið
og það þarf að hafa fjárhagslegt
öryggi til að eiga í sig og á, en er
það svo í okkar þjóðfélagi? Langt
í frá.
Sá viðskilnaður sem þingmenn á
allt of mörgum undanfarandi þingum
hafa boðið kjósendum upp á er ekki
sæmandi.
Að meðaltali eru 4 fjölskyldur
bornar út af heimilum sínum
á dag vegna þess að við búum
við óraunhæft lánakerfi sem
stökkbreytist nánast mánaðarlega.
Fólk stendur ráðalaust vegna
vanskila og hvergi fær það úrlausn
á sínum málum. Er það þjóðþinginu
sæmandi að hundruð fjölskyldna
verði að leita til hjálparstofnana til
að fá mat til að halda lífi?
Það er ekki björt framtíð hjá
þjóð þar sem vel menntað, duglegt,
vinnufært fólk flýr land unnvörpum
til að bjarga sér og sínum, án
þess að þingmenn geri nokkuð til
að stöðva þá óheilla þróun. Sér
þingheimur ekki að þetta fólk er
ómetanlegur aflgjafi fyrir framtíðar
þróun samfélagsins? Mér sýnist þeir
flokkar sem hafa skipst á að stjórna
landinu á undanförnum þingum hafa
enga framtíðarsýn eða þjóðarstolt.
Einar gamli Guðfinnsson,
farsæll og duglegur útgerðarmaður
í Bolungarvík, sagði mér eitt sinn að
hann skildi ekki hvers vegna allir á
Íslandi gætu ekki lifað sómasamlegu
lífi eins og landið væri gjöfult og
gott. Hér gætum við öll lifað eins
og kóngar. Þessi góði maður og aðrir
slíkir vissu það að stjórnmál og geta
fóru ekki endilega saman.
Bændur eru ein fátækasta starfs-
stétt landsins og veit ég það fyrir
víst að allt of margir þeirra eru illa
settir. Nýliðun í stéttinni er nánast
ómöguleg vegna lánakerfisins, og
þeir sem sitja jarðirnar hafa ekki efni
á að eðlilegri endurnýjun á tækjum
og viðhaldi á húsum. Stanslaus krafa
er um lægra matvælaverð en á meðan
hækka aðföngin. En eitt er víst, að
ekki er hækkandi verð á matvörum
að lenda í vösum bændanna. Vegna
reglugerða frá ESB er búið að breyta
sláturhúsum, kjötvinnslum og mjólk-
urstöðvum fyrir jafnvel hundruð
milljóna og hefur einn forstjórinn
sagt mér að það taki minnst 20 ár
að greiða þá fjárfestingu niður. Hver
þarf að greiða þá upphæð? Jú, auð-
vitað neytandinn en ekki kröfuhafinn
ESB. Á sama tíma er rakinn harður
áróður fyrir innflutningi af erlendum
búvörum niðurgreiddum af ESB.
Merkilegt er það þó að eftir að allar
þessar reglugerðir tóku gildi í Evrópu
er orðið svo dýrt að slátra skepnum
í nýju fínu sláturhúsunum að það er
ódýrara að keyra gripina til Rúmeníu
og Póllands og frakta kjötið svo aftur
til baka. Hefði nokkur maður t.d.
trúað því að ekki er einum einasta
kalkúni lengur slátrað í Danmörku?
Hef ég það eftir dönskum bændum
sem sjálfir eru orðnir mjög argir út
í ESB að kjúklingar eru framleiddir
og slátrað í Rúmeníu og víðar austur
þar og þeir svo fluttir til Danmörkur
og pakkað í danskar umbúðir og svo
er þetta selt sem danskir kjúklingar.
Góður vinur minn Jón M.
Guðmundsson heitinn bóndi á
Reykjum, mikill framámaður í
íslenskri bændastétt, sagði mér eitt
sinn að sú þjóð sem kæmi illa fram
við bændur sína ætti ekkert gott
skilið. Ég verð að vera sammála
þessu og að við verðum að hlúa að
bændum okkar því þetta er dugandi
fólk sem leggur metnað sinn í að
framleiða góðar vörur.
Duglegum athafnamönnum
má ekki hegna með óraunhæfum
kröfum og reglugerðum fram-
leiddum í Brussel þannig að
sjálfsbjargarviðleitni þeirra sé brotin
aftur.
Margir segja að ekki sé hægt
að breyta neinu hér á landi – að
atkvæðið sé dautt, stjórnmálamenn
séu allir að ota sínum tota, hér sé
tilgangslaust að kjósa, hér breytist
ekkert.
En ég segi að þessu er hægt að
breyta, það þarf vilja til og hann
hef ég séð í hugsjónum Hægri
grænna. Þeir hafa raunhæfa lausn
sem ég hef kynnt mér og heyrt hjá
hagfræðingnum Ólafi Arnarssyni
sem þjóðin þekkir frá ljósvaka-
miðlum. Þessi lausn er talin fljótvirk
og koma heimilum og fyrirtækjum
til góða vegna þess að fólkið geti
endurheimt frelsi sitt til athafna.
Góðir Íslendingar, það er von, til
þess þurfum við kjark, til að breyta
óásættanlegum lífsskilyrðum okkar.
Kynnið ykkur framtíðarsýn
Hægri grænna og takið þátt í nýrri
framtíð fyrir okkur öll – xg.is
Ásgeir Pétursson,
Fyrrverandi millilanda-
skipstjóri og núverandi bóndi.
Er athafnafrelsi á Íslandi?
Ásgeir Pétursson