Bændablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 66

Bændablaðið - 11.04.2013, Qupperneq 66
66 Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Á Hvannabrekku búa Steinþór Björnsson og Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir ásamt börnum sínum. Svo eru þau svo heppin að eiga sveitarómaga sem heitir Stefán Ingólfsson (pabbi Auðbjargar). Býli? Hvannabrekka. Staðsett í sveit? Berufirði í Djúpavogshreppi. Ábúendur? Steinþór Björnsson og Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir ásamt börnum sínum. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börnin eru Guðný Þóra (17 ára), Ína Kathinka (13 ára), Guðrún Lilja (9 ára), Anna Jóna (7 ára), Stefán Valur (3 ára) og Karólína Björt (2 ára). Stærð jarðar? Tæpir 800 ha. Gerð bús? Mjólkurframleiðsla og kjötframleiðsla. Fjöldi búfjár og tegundir? Við erum með 31 mjólkandi kú og um 200 geldneyti á ýmsum aldri. Einnig 24 kindur, 50 hænur, 11 endur, fimm kanínur, einn hund og svo norskan skógarkött sem heitir Göltur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Hér á bæ byrjar dagurinn snemma, klukkan 05. Þá eru mjaltir og svo er að koma börnunum í skólabílinn og í framhaldi af því er farið að sinna geldneytum og fiðurfénaði. Sinnum svo ýmsum störfum fram að hádegi. Eftir mat er farið að sinna kúnum og fjósverkum og fram að kvöldmjöltum er ýmsum bústörfum sinnt. Kvöldmjaltir eru klukkan fimm. Þegar mjöltum og fjósverkum er lokið er farið að sinna börnum og koma þeim í háttinn. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Okkur finnst flestallt skemmtilegt en konunni finnst leiðinlegast að moka út úr hænsnakofanum. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði og vonandi með meiri kornrækt. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Höfum svo sem enga skoðun á því. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í fram tíðinni? Það er erfitt að spá í það. Hvar teljið þið helstu tækifærin í útflutningi íslenskra búvara? Að koma íslenskum vörum á markaði sem geta greitt hátt verð fyrir gæðavöru. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Lýsi og mjólk. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Hakk, spaghettí og alvöru kartöflumús. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar við tókum mjaltabásinn í notkun. Á metsölulista bóksala um þessar mundir er lífsstíls- og uppskrifta- bókin Lág kolvetna lífsstílinn eftir líkamsræktarþjálfarann og heilsu- ráðgjafann Gunnar Má Sigfússon. Þar kynnir hann út á hvað lág kol- vetna lífsstílinn gengur og vitnar þar í fjölda rannsókna. Í bókinni eru síðan uppskriftir til þriggja vikna fyrir þá sem vilja prófa en þær eru hver annarri girnilegri, innihalda fá hráefni og eru fljótlegt að matreiða þær. Sunnudagspítsan Botninn › 3 egg › 200 g rjómaostur › 2 dl möndlumjöl › 1 msk. Husk trefjar › 2 dl rifinn ostur › Smá salt Sósan › ½ dós maukaðir tómatar › 2 hvítlauksrif, pressuð › 2 msk. lífræn ólífuolía › 1 msk. oregano › Salt › pipar Aðferð: Hrærið saman eggjum og rjómaosti. Blandið síðan hinu hráefninu saman við. Fletjið út á smjörpappír og bakið í 15 mínútur við 180 °C. Hrærið innihaldi sósunnar vel saman. Setjið sósuna á þegar búið er að forbaka botninn og álegg að vild. Setjið aftur inn í ofn í 10-15 mínútur við 180 °C. Þegar pítsan kemur út úr ofninum, setjið klettasalat, ferska basilíku og ólífuolíu yfir. Súkkulaðikaka › 100 g smjör › 70 g 70% súkkulaði › 2 egg › 2 tsk. vanilluduft eða vanilludropar › 2 tsk. tilbúið kaffi › 1 dl rjómi › 1 g stevia-sætuefni Aðferð: Bræðið smjör og súkkulaði saman á lágum hita. Bætið síðan rjóma út í. Þeytið hinu hráefninu saman með handþeytara, smyrjið eldfast mót og bakið við 200 °C í 6-8 mínútur. /ehg Líf og lyst BÆRINN OKKAR MATARKRÓKURINN Lægra innihald kolvetna og meiri fita Hvannabrekka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.