Bændablaðið - 11.04.2013, Side 67

Bændablaðið - 11.04.2013, Side 67
67Bændablaðið | Fimmtudagur 11. apríl 2013 Elísabet Helga Jónsdóttir er 12 ára gömul og nemandi við Grunnskólann í Sandgerði. Í skól- anum eru smíði og frímínútur í uppáhaldi en fyrir utan skóla æfir hún sig og spilar á þverflautu. Nafn: Elísabet Helga Jónsdóttir. Aldur: 12 ára. Stjörnumerki: Fiskur. Búseta: Sandgerði. Skóli: Grunnskólinn í Sandgerði. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Smíði og frímínútur. Hvað er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur, því þeir eru svo góðir. Uppáhaldsmatur? Grjónagrautur. Uppáhaldshljómsveit? Ásgeir Trausti er besti söngvarinn. Þannig að það er hann og hljómsveitin sem er með honum. Uppáhaldskvikmynd? Mýrin. Því hún er spennandi og tekin smá upp í Sandgerði. Fyrsta minningin þín? Þegar ég fór í þvottahúsið hjá afa og sagði: Mamma, sjáðu afi er að gera í sig. Æfir þú íþróttir, eða spilar þú á hljóðfæri? Ég spila á þverflautu. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Mér finnst ekkert sérstaklega gaman í tölvu. Vil frekar vera úti að leika. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hárgreiðslukona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég klifraði upp í bát og þá kom maður alveg brjálaður og hótaði að hringja í lögregluna. Við hlupum þá í burtu heim til ömmu vinkonu minnar. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að laga til í herberginu mínu. Mér finnst líka náttúrufræði og sund ekkert svakalega skemmti- legt. /ehg Hátíðarkragi PRJÓNAHORNIÐ Nú standa yfir fermingar og síðan taka brúðkaupin við. Víða er það svo að við hittum sama fólkið aftur og aftur við þessar athafnir og ekki er hægt að kaupa kjól í hvert skipti. Þá er gott að eiga kraga eða einhverja fylgihluti sem breyta kjólnum. Þennan kraga er auðvelt að hekla á einni kvöldstund. Efni: Whistler frá garn.is svart með silfurþræði, 1 dokka eða silfurlitað en whistler er líka til í tveimur rauðum litum, grænu, fjólubláu og bleiku. Heklunál nr. 4 og svo ein falleg tala. Við getum haft kragann víðan og líka upp í háls þannig að við gefum upp lykkjufjölda fyrir tvær stærðir. Byrjað er að fitja upp með 130 (110) loft- lykkjum. 1. umf. Heklið nú fastalykkju í hverja loftlykkju nema byrjið í 6 loftlykkju frá nálinni til að mynda hnappagat. Það getur líka verið 7 eða 8 loftlykkja eftir því hvað þið viljið hafa töluna stóra. Ef þið hafið flotta skrautlega tölu sem puntar má hún alveg sjást vel. Snúið við og heklið 1 loftlykkju. 2. umf. Heklið nú 1 fastalykkju í hverja fastalykkju út umferð, snúið á sama hátt og áður. 3. umf. Heklið 1 fastalykkju í næstu 8 l og síðan #2 fastalykkjur í næstu l og 9 fastalykkjur í næstu 9 l# endurtakið # til # endið með 2 fastal.í eina fastalykkju og eina út umferðina. Snúið við. 4. umf. Heklið 1 fastal. í næstu 8 l.# 2 fastalykkjur í næstu fastalykkju, síðan eina í næstu 10 l # endurtakið # til #2 fastal í næstu fastal. og eina i hverja l út umferð. Snúið við. 5. umf. Heklið 1 fastal. í næstu 8 l. # 2 fastalykkjur í næstu l og eina fastal í hverja fastal í næstu 11 l. endurtakið # til # endið með 2 fastal. í næstu l og eina í hverja l út umferðina. Snúið við. Reynið að láta útaukninguna standast á á milli umferða. Snúið við. 6. umf. Heklið nú 3 loftl. , hoppið yfir 4 fyrstu fastal., 1 stuðull í næstu fastalykkju, 3 loftlykkur, 1 stuðull í sömu fastalykkju # hoppið yfir 4 fastalykkjur, heklið 1 stuðul í næstu fastal., 3 loftlykkjur, 1 stuðull í sömu fastalykkju # endur- takið # til # þar til umferðin er á enda, endið með 1 stuðli í síðustu fastal. Snúið við. 7. umf. Heklið nú 3 loftlykkjur, en í hvern boga eru nú heklaðir 2 stuðar 4 loftlykkjur og 2 stuðlar endurtekið út umferðina, endað með 1 stuðli í 3. loftlykkju í byrjun fyrri umferðar. Snúið við. 8. umf. Heklið 3 loftlykkjur , núna eru heklaðir 3 stuðlar, 4 loftlykkjur og 3 stuðlar í hvern boga út umferðina, endað með 1 stuðli í 3 loftl í byrjun fyrri umferðar. Snúið við. 9. umf. Heklið nú 4 stuðla í loftlykkjubogann frá fyrri umferð, fitjið upp 3 loftlykkjur, stingið heklunálinni gegnum fyrstu loftlykkjuna, dragið bandið í gegn og dragið svo bandið gegnum báðar lykkjurnar heklið síðan 4 stuðla, 1 fastalykkju í næsta boga, endurtakið þetta út umferðina og endið með því að tengja síðustu 4 stuðlana við stuðlana í umferðinni á undan. Dragið bandið í gegnum síðustu lykkjuna og gangið frá endanum. Saumið töluna í. Góða skemmtun. FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Útivera skemmtilegri en tölvustundir Ný hannyrðabók: Fjölbreytt og fall- egt sokkaprjón Ekkert lát virðist á útgáfu hannyrðabóka enda viðfangs- efnið mjög vinsælt. Hlýir fætur – Sokkauppskriftir er komin út hjá Bókaútgáfunni Sölku en hönnuðir sokkanna eru Ágústa Þóra Jónsdóttir og Benný Ósk Harðardóttir. Í bókinni eru 54 uppskriftir að sokkum af mismunandi stærðum og gerðum fyrir börn og full orðna. Hér eru sokkar sem auð velt er að prjóna, bæði háir og lágir, einbanda og tvíbanda, allt frá sokkum til að nota í göngu ferðir til fínlegri sokka í bæjarferðina við stutt pils. Sérstakur kafli er með einföldum uppskriftum auk þess em ítarlegar leiðbeiningar eru um sokka prjón. Einnig eru upp- skriftir fyrir þá sem eru lengra komn- ir og jafnvel þá sem vilja spreyta sig á eigin hönnun. Gefnar eru al menn ar leið bein ingar um sokka prjón bæði ef fylgt er upp skriftum til hins ýtrasta eða ef menn vilja nýta sér hug mynd- irnar til að út færa sína eigin sokka. Bókin er prýdd líflegum myndum og aðgengilegum teikningum sem gera fjölbreytt sokkaprjón að leik einum. 4 2 8 5 1 9 7 4 2 6 4 3 8 7 4 9 6 8 4 1 7 2 3 5 7 8 2 6 9 7 1 4 5 2 1 2 5 6 8 7 9 4 3 8 6 1 8 4 2 6 8 7 1 4 3 4 3 1 7 5 9 2 9 4 5 6 9 1 92 1 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautir á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. 9 7 Elísabet Helga ætlar að verða hár- greiðslukona þegar hún verður stór. Kápa nýju hannyrðabókarinnar Hlýir fætur. Eignatorg kynnir til sölu: Lögbýlið Skeiðflöt í Mýrdal Jörðin er talin vera 102 ha, þ.a. um 37 ha ræktað land og annað land að mestu leyti vel gróið. Á jörðinni stendur 320 fm íbúðarhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr ásamt ágætum úti- húsum. Jörðin stendur í stuttu ökufæri frá Vík í Mýrdal (um 13 km) og stað- setning hennar býður upp á mikla möguleika í ferðaþjónustu, hesta- mennsku o.fl. Eitt af einkennum staðarins er fagurgræn Esperanto stjarna sem mörk- uð er í krappa hæð við bæinn og sem borið hefur verið á í nærri 45 ár. Allar nánari upplýsingar veitir Björgvin Guðjónsson löggiltur fasteigna- sali í síma 510-3500 / 615-1020 eða bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b 105 Reykjavík Sími: 510 3500 eignatorg@eignatorg.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.