Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 20

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 20
52 LÆKNABLAÐIf) því, að orsök sjúkdómsins sé veira. Þessar rannsóknir vöktu slika athj’gli, að einn fremsti veiru- fræðingur Bandaríkjanna, pró- fessor Jolin R. Paul við Yale- háskólann, féllst á það að taka við visnu-veiru og gera tilraunir til að sýkja apa með henni, en þetta hafði verið revnt á Keld- um i smáum stíl. Jafnframt þessum rannsókn- um voru gerðar tilraunir með aðra búfjársjúkdóma, t. d. vota- mæði (adenomatosis), riðu í sauðfé, fjöruskjögur, listeriosis, flúoreitrun og veiruskitu í naut- gripum. Öll var þessi vinna æði seinunnin, sem sjá má af því, hve meðgöngutími sumra þess- ara sjúkdóma er langur, stund- um 2 ár og jafnvel lengri. En vinnugleðin var mikil og verk- efnin blöstu livarvetna við, einn- ig utan verksviðs stofnunarinn- ar. Er bér átt við afskipti dr. Björns af sjúkdómum í mann- fólki. Á árunum 1948—49 gekk hér á landi farsótt, sem erfitt var að átta sig á, þó að bún minnti mikið á mænusótt. Bar einkum á þessari farsótt í Akureyrar- liéraði. — Heilhrigðisvfirvöldiu fólu dr. Birni ásamt 4 öðrum læknum að gera athuganir á þessari farsótt, og lýstu þeir lienni eftir föngum, þannig að hægt var að grcina hana frá mænusótt. Nokkru seinna gerði sams konar sjúkdómur vart við sig í Englandi og viðar, og geng- ur liann nú undir nafninu Ice- land disease, þvi að þar var hon- um fyrst lýst. Ekki hefur enn tekizt að finna orsök sjúkdóms- ins, en víst þykir, að um veiru- smit sé að ræða. Eins og kunnugt er, þá hefur veirurannsóknum flevgt mjög fram á síðasta áratug, og hefur m. a. verið hafin alþjóðasam- vinna á þessu sviði sem öðrum á vegum Alþjóðaiieilbrigðis- málastofnunarinnar. I hverju landi er miðstöð, sem greinir inflúenzufaraldra og sendir skýrslur um þá til aðalmið- stöðvar í London. Keldur urðu að sjálfsögðu miðstöð fvrir Is- land, og var dr. Björn því full- trúi okkar á veiruráðstefnum erlendis. Hann var ráðunautur heilbrigðismálastjórnar okkar um skipulagningu og fram- kvæmd ónæmisaðgerða gegn mænusótt (1956), gerði mót- efnamælingar fyrir og eftir mænusóttarfaraldurinn 1955— 56, greindi Akureyrarveikina frá mænusótt með mótefnamæl- ingum og leit að mænusóttar- veirum (1958). Athyglisverð þvkir sú athugun lians, að þeir sem hafa sýkzt af Akureyrar- veiki, svara með kröftugri mót- efnamyndun, þegar þeir eru bólusettir gegn mænusótt. Inflúenzufaraldrar voru flokk- aðir, einnig Coxsackie-farsóttin (1951) og meningitis serosa far- sóttin (1956). Rannsóknirnar á

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.