Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 26

Læknablaðið - 01.06.1960, Side 26
butazon hefur auk þess sézt bjúgur og dyscrasi í blóði (agranulo- cytosis, trombopeni). Klinik: Jesting, E., P. Bastrup-Madsen og P. Bechgaard (Acta med. scand. 1958: 160, 305 og Ugeskrift for læger 1958: 121, 279) gáfu 180 sjúklingum með ýmiss konar liðsjúkdóma tabl. Artrizin Leo 800 mg fyrsta dag og síðan 200 mg á dag. Við þessa gjöf er magn fenylbutazons í blóði mjög stöðugt (venjulega ca. 5 mg/100 ml). Aukaverkanir voru fáar og engar alvarlegar (hjá 27 eða 15%). 23 sjúklingar fengu lyfið samfleytt í 6 mánuði eða lengur og 22 þeirra þoldu það vel. Graham, W. (Canad. M. A. J. 1958: 79, 634) sá aukaverkanir hjá 27% af 270 sjúklingum, - “most being minor and transient” - og þurfti einungis að hætta við gjöf hjá 22 eða 8%. Indicationes : Arthritis urica svarar í langflestum tilfellum ágæt- lega á fenylbutazon og í bráða tilfellum engu síður en eftir kolkicin- gjöf. Fyrst hverfa verkimir, en liðkólgan síðan smám saman. Vid polyarthritis psoriatica og spondylitis ankylopoietica gefst fenyl- butazon mjög vel. Við síðastnefndan sjúkdóm eru flestir á einu máli um, að fenylbutazon gefi betri árangur en röntgenmeðferð eingöngu. Vid arthrosis deformans og polyarthritis chronica eru áhrif fenylbut- azons nokkuð misjöfn. í sumum tilfellum gefst það vel og miðlungi vel, en er í öðrum tilfellum áhrifalaust. Við thrombophlebitis (einkum superficiel) dregur fenylbutazon fljótt úr eymslum og þrota og hiti þverr. Fenylbutazon hefur verið reynt með allgóðum árangri við arteritis temporalis. Eftirtektarvert er, að fenylbutazon virðist gefast sérlega vel við beinverki við meinvörp og aðra illkynja sjúkdóma í beinagrind. Doses: Ráðlegast er að byrja með 600-800 mg á fyrsta degi og síðan 200 mg á dag. Sjáist engin breyting og engin aukaáhrif eftir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.