Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 27

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 57 liafa verið í norðurhéruðum Kína og hann komið upp í marz eða jafnvel i febrúar. Var veir- an þá ræktuð í Peking — sama tegund og síðar fannst í Singa- pore. Kínverjar meginlandsins eiga ekki aðild að Alþjóðaheil- brigðisstofnuninni og töldu sér þvi ekki skylt að gera aðvart um þetta. I júní hreiddist inflúenzan út vestur eftir Asíu og barst nú að auki til allra hinna heims- álfanna, þó að þar yrði enn nokkur hið á því víðast hvar, að til faraldurs leiddi. En alls staðar þar sem inflúenzuveira var ræktuð frá sjúklingum, var hún sömu tegundar, og gekk hún lengi undir heitinu Asíu- veiran eða A/Singapore/1957. Margir spáðu því, að farald- ur mundi ekki ná sér á strik í Evrópu eða Norður-Ameríku fyrr en með haustinu eða byrj- un vetrar, og varð reyndin yfir- leitt sú. Þó kom upp hráður far- aldur í Hollandi um mánaða- mótin júní—júli, og smærri far- aldrar, staðbundnir, á nokkrum stöðum í Evrópu, um líkt leyti eða litlu síðar. 1 júní fékk tilraunastöðin að Keldum sýni af Singaporestofn- inum, og gekkst landlæknir þá fyrir því, að athugað væri um möguleika á framleiðslu inflú- enzubóluefnis hérlendis. Enn voru engin teikn þess, að „Asíuveikin“ mundi, er fram í sækti, leggjast þyngra á menn en gerzt; hefur um inflúenzu undanfarin ár. En viða, þar sem hún hafði farið yfir, höfðu margháttuð vandræði hlotizt af því, hve geyst hún fór, einkum í horgum, þannig að um hríð varð mikill fjöldi fólks óvinnu- fær samtímis. Sýnt þótti, að ókleift mundi að koma í veg fyrir, að infJú- enzan ljærist liingað til lands og næði liér fótfestu. En það gat lvomið sér vel að geta varnað því með ónæmisaðferðum, að starfsstéttir, svo sem læknar og lijúltrunarlið, sem inna af hendi Jiin mikilvægustu þjónustustörf, yrðu um slteið að miklu leyti óstarfhæfar. Litlar liorfur voru á, að taltast mætti að fá bólu- efni annars staðar frá, fyrr en þá seint og síðar meir. Þótti þess vegna rétt að gera tilraun til að framleiða ljóluefnið hér, þótt engu yrði spáð um árang- ur, þar eð tími til undirbúnings var naumur og aðstæður á ýms- an Jiátt erfiðar. Hófst nú undirbúningur að gerð bóluefnis gegn Asíu-inflú- enzunni að Keldum síðast í júní. En áður en greinf verður nán- ara frá þvi starfi og livernig bóluefnið reyndist, skal gefið stutt yfirlit yfir gang Asiu-in- flúenzunnar hér á landi. Á undanförnum árum (frá 1949) hefur inflúenza verið slcráð í hverjum mánuði hér á landi, og var svo einnig árið 1957. Ef marka má tölu skráðra

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.