Læknablaðið - 01.06.1960, Side 30
60
LÆKNABLAÐIÐ
TAFLA 3
Dánir úr inflúenzu eftir aldri
í október—desember 1957.
Allt landið Rvík
< 1 árs 2 1
5 ára 1 1
20 ára 1
32—37 ára . . . . 3
42 ára 1 1
60—69 ára .... 7 4
70—79 — . ... 13 8
80—89 — . . . . 16 7
90—97 — .... 8 7
Samtals 52 29
að þau liafi haft meðfædda
hjartabilun. Um 71% voru 70
ára og eldri og 85% 60 ára og
eldri.
Á Rannsóknarstofu Háskól-
ans var við krufningu gerð hakt-
eríurannsókn á lungum úr 5
inflúenzusjúklingum, sem höfðu
fengið lungnabólgu. Fannst i
einu tiífellanna streptoc. pneu-
moniae, en í öllum hinum
staphyloc., og í einu þeirra jafn-
fram streptoc. hæmolyticus
(samkvæmt heimild frá Arin-
birni Kolbeinssyni lækni).
Bóluefnið.
Fjæst þurfti að rækta veiruna
í eggjum til þess að fá nægilcgt
magn af útsæði. Var þvi svo
dælt í smáglös og geymt í frysti
(-=-50°C), þar til nota þyrfti
hverju sinni. En þá var tekið
eitt glasanna, veirugróðurinn
þynntur hæfilega með Hanks-
upplausn, pH fært að 7,2 og síð-
an bætt í penisillíni (1000 E/ml)
og streptomysini (100 mg/ml).
Var útsæðið þá tilbúið til sán-
ingar í egg til öflunar veiru-
gróðurs í bóluefnið.
Venjulega voru liöfð undir i
einu um 200 frjóvguð hænuegg,
10 daga gömul. Hæfilegu magni
af útsæðisþynningunni— venju-
lega 0,1 ml — var stungið inn
í allantois og eggin síðan látin
í klakskáp (h.u.b. 35°C). Eftir
um það bil 28 klst. voru eggin
skvggnd og egg með dauðu
fóstri tekin frá og ónýtt. Iiin
voru höfð áfram í klakskápnum,
þar til komnar voru 45 klst., og
þá sett i kæliklefa, er þau höfðu
verið skyggnd á ný og dauð egg
tekin frá. I kæliklefanum voru
eggin höfð a.m.k. 2 klst., og að
því búnu var vökvinn soginn
úr þeim, bæði úr allantois og
amnion. Mun oftast hafa náðst
5—10 ml úr hverju eggi.
Eggjunum hafði í upphafi
verið skipt í deildir, 20—25 i
Iiverri, og þau merkt samkvæmt
því. Var vökvanum úr hverri
deild haldið aðgreindum fyrst í
stað. Oft var slæðingur af rauð-
um blóðkornum í vökvanum, en
veiran, sem þau draga til sín,
var losuð frá þeim með því að
láta liann standa í hitaskáp í
IV2 klst. Þegar búið var að