Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 63

Læknablaðið - 01.06.1960, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 81 faste Land.“ (II. 1x1., 961 bls.). Námið hjá Lodberg Friis veit- ir ekki miklar upplýsingar um þekkingu Bjarna, en um það segir ævisagan: „Af Prófessor Lodberg Frís lærði Bjarni mate- riam medicam, og að skrifa Be- cept, var og vel af honum lið- inn“ (34. bls.). Christien Lodberg Friis (1699 -1772) var einn af keppendunum um prófessorsembættið, þegar Buchwald hreppti það, en Friis var þá gerður professor desig- natus, og ordinarius varð hann þegar Detharding dó, 1747. Lod- berg Friis innritaðist í Hli. 1716, var á námsferðalagi um Þýzka- land, Holland og England 1722 -—24 og varð dr. med. við Hb. 1725 (De morbis infantum). Hann virðist því bafa fengið góða menntun. En þrátt fyrir það ber þeim, sem um hann liafa ritað, saman um, að hann liafi verið síðri Bucbwald bæði sem kennari og vísindamaður. 1 svari háskólans til patrons bans, Holsteins greifa, 1755 tekur Friis þetta fram um kennslu sína: „Publ. Lect.: Introductio in universam medicinam et singulas ejus partes ad metho- dum Conringii. Privat. coll.: De virtute et usu simplicium ex triplici regno, minerale, animale et vegetabile, desumptorum corumque præparatis. Mater. disp.: Dispulats bar jeg i dette aar ikke kunnet holde forme- delst mange forhindringer og i særdelesbed praxin medicam. Smaa eller andre skrifter: En liden tractat de convenientibus metbodis tractandi dubie mor- tuos, som er indfört i Actis medi- cis Hafniensibus.“ (NoiTÍe 1934 14. bls.). Hermann Conring (1606— 1681), sá er Friis styðst við í fyrirlestrum sínum, var kunn- ur i)i'ófessor í Helmstádt og að mörgu leyti á undan sinni sam- tíð. En liann dó 1681 og verk hans voru nær aldargömul, þeg- ar Friis hóf kennslu, svo að nýjungagjarn hefur hann ekki verið. Conring var af ný-Hippo- kratiska skólanum eins og Boer- haave, sem lagði meiri áherzlu á eigin athugun en kennisetn- ingar. Ævisaga Bjarna getur þess að vísu ekki, að hann bafi numið almenna læknisfræði hjá Friis, en telja verður sennilegt, að Bjarni hafi eitthvað hlustað á fyrirlestra í „universam medi- cinam“ lijá Friis, ásamt lvfja- fræðináminu hjá honum. Og þar sem segir í ævisögunni um Bjarna: „Var við allar Apóteks- Vísitatiónir, sem framfóru með- an hann þar dvaldi“ (35. bls.), þá hefur það verið í för með þeim Bucbwald og Friis, því að 1 konungstilskipuninni 4. des. 1672 um lækna og lyfsala er svo mælt fvrir, að hinir tveir próf. med. skuli árlega vísitera lyfja- búðir höfuðstaðai'ins í viðurvist

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.