Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1963, Page 22

Læknablaðið - 01.06.1963, Page 22
50 LÆKNABLAÐIÐ skólagöngu og' lauk stúdents- prófi alþingishátíðarárið lí)30 frá Menntaskólanum i Reykja- vík, þá 25 ára gainall. Sama ár innritaðist Brynjúlfur í lækna- deild Háskóla íslands og lauk þaðan prófi 20. júní 1936, með fyrstu einkunn. Að afloknu embaéttisprófi fór Brynjúlfur utan til framhalds- náms i Danmörku og dvaldist þar í þrjú ár. Ilann starfaði fyrsta árið sem námskandídat í Yihorg Aints og Bvs Sygehus. Annað árið starfaði liann sem aðstoðarlæknir við herklahæl- ið Refsnæs Kystsanatorium. Þriðja árið starfaði Brynjúlfur við ýmsar sérdeildir á sjúkra- liúsum í Kaupmannahöfn, á fæðingadeild, barnadeild og húð- og kynsjúkdómadeild Bík- isspítalans, sinn mánuðinn á hverri deild; á farsóttasjúkra- húsinu við Blegdam í sex mán- uði og loks einn mánuð á Fin- sens-stofnuninni. Enn fór Brynj- úlfur til framhaldsnáms vetur- inn 1948—1949 og ])á til Lond- on, þar sem hann gekk á barna- og farsóttasjúkrahús. Árið 1955 gegndi hann um tíma aðstoðar- læknisstörfum við lyfjadeild Landspítalans. Loks sótti Brynj- úlfur námskeið fyrir embættis- lækna í Gautaborg sumurin 1959 og 1961. Þegar Brynjúlfur kom heim frá framhaldsnámi sumarið 1939, settisl lmnn að sem starf- andi læknir á Selfossi, en árið eftir sótti hann um Reykdæla- hérað og var veitt það. Árið 1942 var hann skipaður liéraðslæknir í Datahéraði og starfaði þar lil áramóta 1945, er hann tók við Hvammstanga- héraði, en þar var liann svo hér- aðslæknir i .rúman áratug. Hinn 1. janúar 1956 var Brynjúlfur skipaður fyrsti hér- aðslæknir hins nýstofnaða Kópavogshéraðs og starfaði þar til dauðadags. —x— Brynjúlfur kvæntist fvrri konu sinni, Sigriði Pétursdólt- ur, slökkviliðsstj. lngimundar- sonar, árið 1931. Hún átti við mikla vanheilsu að striða síð- ustu samvistarár þeirra. Börn áttu þau fimm, og lifa fjögur þeirra: Dagur skrifstofumaður, Þorlaug hjúkrunarkona, Unnur og Sigríður námsmær. Áður en Brynjúlfur kvæntist, hafði hann eignazt dóttur, Huldu, sem gift er Guðmundi Guðmundssyni símamanni. Seinni kona Brynjúlfs, Ingi- ijjörg Jónsdóttir, óðalsbónda i Ilergilsey, Árnasonar, gekk hörnum hans i móður stað og hafði búið þeim fagurt heimili í Kópavogi. Hún veiktist skyndi- lega daginn eftir lát eiginmanns síns og hefur síðan legið þungt haldin í Landspítalanum. —x— Eg, sem þessar línur rita, kynntist Brynjúlfi fyrst i

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.