Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.06.1963, Blaðsíða 23
LÆKNABLAÐIÐ 51 menntaskóla, en síðan urðum við að mestu samferða í gegn- um háskólanám, og leiðir okk- ar lágu oft saman á lífsleiðinni síðar meir. Hann var röskur námsmaður og þótti góður próf- maður. Hann var hrókur alls fagnaðar í vinahóp, glaður og léttur, lagviss og ljóðelskur og söngmaður góður. Hann var fríður sýnum, með hærri mönnum, karlmannlegur og skörulegur í framgöngu. En hið athyglisverðasta i fari Brynjúlfs var hin sérkennilega frásagnargáfa lians. Hann kunni ógrynni af sögum og sögnum, var vel máli farinn og hafði yndi af að segja frá og gat gætt hina einföldustu frásögn lífi og dramatískum hlæ, sem hreif áheyrendur. Hann hafði einnig áhuga á fornfræðagrúski og safnaði gömlum lækningatækj- um, íslenzkum. Síðarmeir vakti hann máls á þessu áhugamáli sínu á læknafundi og Ijauðst til að gefa safn sitt sem vísi að stærra safni lækningatækja, er læknafélögin kæniu sér upp. Ivom hann um leið fram með þá hugmynd, að æskilegt væri, að læknafélögin eignuðust Nes- stofu á Seltjarnarnesi, þar sem þetta safn vrði geymt og önnur starfsemi félaganna gæti átt sér samastað. Mátti í þessum áhuga- málum Brynjúlfs og sérgáfu glöggt sjá hina sterku ættar- fvlgju þeirra langfeðga, forfeðra hans. Allt þetta tengdi hann sterk- um böndum við það hezta í is- lenzkri sveitamenningu,og hafði hann þegar á unga aldri sýnt það með brautryðjendastarfi í ungmennafélagi heimahyggðar sinnar. Það var því engin tilviljun, að Brynjúlfur helgaði sig lækn- isþjónustu í sveitahéruðum; til þess hafði hann til að hera nauð- synlega bjartsýni og ósérhlífni — og hugsjón. Hann hjó sig vel undir héraðslæknisstarfið og fylgdist jafnan vel með í vísind- um læknisfræðinnar og var fljótur að taka upp gagnlegar nýjungar á því sviði. Þegar Brynjúlfur var skipað- ur fyrsti héraðslæknir í hinu örtvaxandi bæjarfélagi Kópa- vogi, hlöstu við ný viðfangsefni. Það þurfti að láta í té daglega læknisþjónustu og hvggja alla heilhrigðisþjónustu upp frá grunni. Hann gekk ótrauður að þessu verki og aflaði sér sér- menntunar í því skyni á sumar- námskeiðum Sameinuðu þjóð- anna, sem haldin hafa verið i Gautahorg undanfarin ár. Brynjúlfur var í taxtanefnd Læknafélags íslands og rann- sakaði það mál frá grunni og ritaði um það skilmerkilega grein í Læknahlaðið. Hann tók smám saman meiri og meiri þátt í félagsmálum, jafnframt því sem á hann hlóðst vaxandi læknisþjónusta, hæði sem embættis- og starfandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.