Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 43

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 43
LÆKNABLAÐIÐ 67 ur 'heitinn mun oft hafa komið veðurbarinn og uppfenntur til hæja eftir löng og erfið ferða- lög, ýmist gangandi eða á skíð- um, enda engir bílar þá til eða hægt að koma þeim við fyrstu árin, sem liann var héraðslækn- ir í Reykdælahéraði. En úr þessu 'héraði fór hann i hérað, sem var liægt og rólegt vfirferðar, þó að oft muni liafa verið erilsamt í Hólshéraði. Alls staðar mun Sigurmundur liafa stundað störf sín af kost- gæfni og samvizkusemi. Hann lét sér annt um sjúklinga sina, var oft og tíðum glögg- ur á greiningu kvillanna, og að því loknu var hann skjót- ur í ályktunum, hvort heima væri unnt að veita viðeig- andi hjálp eða eigi. í einangr- un og afskekktu héraði hefur mörgum héraðslækni verið það þung raun og mikið áhvggju- efni að geta eigi notið samstarfs og vinnuráðlegginga félaga sinna nema símleiðis eða bréf- lega, ef það var þá hægt. Vinnu- skilyrðin og samgöngurnar hafa mikið breytzt, sem betur fer. Sigurmundur heitinn var einn þeirra, sem lifði þessar breyt- ingar. Margháttuðum breyting- um tóku heilbrigðismálin á starfsferli hans, og meðferð sjúklinga hefur tekið stökk- breytingum siðustu 50 árin. Við vorum grannar um nokk- urra ára skeið.Við bárum stund- um saman bækur okkar á þeim árum, og reyndist liann þá alltaf ráðhollur og oft ráðsvinnur. Síðan skildi leiðir um stund, en tíminn leiddi hesta okkar saman að nýju, en þó með öðr- um hætti. Nú var hann orðinn sjúkur maður og vissi vel, að hverju stefndi. Nú var skipt um hlutverk; hann orðinn sjúkl- ingur. Nú grundaði hann sinn eigin kvilla með þeirri ihygli og athugun, sem hann hafði áð- ur beitt við sjúkdóma annarra. Alll var það með binni stóísku ró; sem honum entist lil lnnztu stundar. Sigurmundur kvæntist 2. ágúst 1913 Önnu Kristjönu Egg- ertsdóttur, Jochumssonar (f. 24. nóv. 1894), en missti liana eftir 18 ára hjónaband. Þeim varð sjö barna auðið, og eru þau öll duglegir og nýtir þjóðfélags- borgarar. Eftir lát konu sinnar sýndi Sigurmundur, eins og oft áður, hvað í honum bjó. Hann stóð einn uppi með stóran barnabóp. Öllu þessu kom hann til manns, en naut þar að vísu við ómetanlegrar hjálpar og að- stoðar konu, sem reyndist börn- unum vel. Tvö börn eignaðisl Sigurmundur fvrir hjónaband, og liafa þau einnig reynzt mæt- ir og mvndarlegir menn. Þetta er í fáum dráttum saga íslenzks héraðslæknis, sem bjó sig undir lífsstarfið með kost- gæfni og samvizkusemi, stund- aði störf sín af árvekni og um- hvggjusemi og skildi þannig

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.