Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 45

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 45
LÆKNABLAÐIÐ 69 röntgenrannsókn hans, seni heppnaðist, var á sjúldingi með æxli í heiladingli, og var dælt inn 5 ml af 25% natríum joð- upplausn. Moniz hvarf hráðlega frá 'hinni upprunalegu aðferð sinni, að stinga á arteria carotis gegnum liúð, en skar niður á æðar og gerði nær ávallt rann- sóknir heggja megin. Hann lagði ekki fram fvrstu rann- sóknir sínar fyrr en 1927, og vöktu þær þá þegar feikna al- hygli, en 1931 hirti Moniz grein- argerð um fyrstu 90 sjúklinga sína. Eftir að rannsóknaraðferð Moniz varð almennt kunn, var víðast Iivar haldið áfram tækni hans og skorið niður á arteria carotis. Þetta varhins vegartals- verð aðgerð, og það var því til mikilla framfara,þegar almennt var farið að taka upp þá aðferð að stinga á arteria carotis án skurðar (percutant) um 1945— 1917. Mikinn þátt í þeirri þró- un áttu Norðmennirnir Iv. Kristiansen og R. Engeset, auk E. Lindgrens i Stokkhólmi. Af þeirri aðferð leiddi beint, að hægt var að dæla inn i ar- teria vertebralis á sama hált. Árið 1918 hóf W. E. Dandy, taugaskurðlæknir á John Hop- kins Hospital, Baltimore, rannsóknir á heilahólfum með loftinnblæstri og röntgen- myndatöku. Má segja, að þar hafi verið stigið mikilvægasta skref 20. aldarinnar í röntgen- rannsóknum á miðtaugakerfi. Upphafleg aðferð hans var sú, að gerð voru göt á hauskúp- una og nál stungið gegnum heil- ann inn í hliðarhólf og mænu- vökvi dreginn út, en lofti dæll inn á eftir (ventriculografi). Ári síðar gerði Dandy inndælingu á lofti á þann hált, sem enn er algengastur, eftir ástungu á lendahluta mænugangs (sjá lýs- ingu hér á eftir). Loftrannsóknir á mænugöng- um voru fyrst gerðar í Stokk- hólmi árið' 1919 af Jacobæus. Hefur sú rannsóknaraðferð haldizt óbreytl siðan, enda þóll tæknileg aðstaða hafi batnað og fullkomnað árangur hennar. Árið 1921 voru fyrst gerðar rannsóknir á mænu með skuggaefni (lipiodol). Voru það Sicard og Forestier í París (Bull), sem það gerðu. Sænski læknirinn Lysholm og verkfræðingurinn Schönander munu vera þeir tveir menn, sem röntgenrannsóknir á miðtauga- kerfi eiga hvaðmestaðþakka, er þeir hjuggu til höfuðrannsókn- arborð það, sem kennt er við hinn fyrrnefnda, og erómissandi til rannsókna á heilahólfum og heilaæðum.Lysholm hefur einn- ig ritað öndvegisrit um loftheila- rannsóknir (1935), og um svip- að levti rituðu Bandaríkjamenn- irnir Davidoff og Dvke mikla hók um rannsóknir sínar á sama efni. Við öll stærri sjúkrahús er

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.