Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1963, Page 63

Læknablaðið - 01.06.1963, Page 63
LÆKNABLAÐIÐ 81 Smári og Guðmundur Björns- son. 1. apríl var gengið frá samn- ingum þeim við sjúkrasamlög og Tryggingastofnun, sem verið höfðu á döfinni frá því á önd- verðu sumri 1961, og er skýrt frá upphafi þessa máls og gangi fram til lokastigs þess í árs- skýrslu félagsins fyrir árið 1961. Verður hér aðeins drepið á nokkrar megin hreytingar, sem samningar þessir fela í sér. Að þessu sinni voru gerðir þrír samningar við Sjúkrasam- lag Reykjavíkur: 1) Samning- ur fvrir lieimilislækna, 2) samn- ingur fyrir sérfræðilæknishjálp og 3) samkomulag fyrir læknis- lijálp í sjúkrahúsum. Var samn- ingagerð þessi að nokkru leyti sniðin eftir danskri fyrirmvnd, eins og áður hefur verið skýrt frá. Hér er um að ræða grund- vallarbreytingu, sem felur í sér möguleika til þess, að heimilis- læknar annars vegar og sérfræð- ingar hins vegar geti, sem tveir aðskildir hópar, ráðið þeim samningum, sem mestu varða fyrir þeirra kjör. Einnig er með breytingu þessari stefnt að því að koma á fullkomnari verka- skiptingu og hetri starfsaðstöðu hjá læknum. Þá er og talið, að með þessari aðferð verði unnt að semja um nægilega háar greiðslur til bess að hvort um sig, heimilislæknisstörf eða sér- fræðistörf, geti orðið hfvænlegt án þess að blanda þurfi þessu tvennu saman og annar liópur- inn styðjist við hinn. I samningi heimilislækna eru nánari ákvæði um þróun verka- skiptinga, og mun hún taka nokkur ár. Er gert ráð fyrir, að samningarnir verði endur- skoðaðir með hliðsjón af þeirri reynslu, sem fæst af hinu nýja fvrirkomulagi. Er að finna í samningnum ákvæði um þann fjölda sjúkrasamlagssjúklinga, sem menn geta haft á skrá hjá sér og jafnframt orðið aðilar að sérfræðisamningnum. Fari menn upp fvrir þessi ákvæði, geta þeir ekki orðið aðilar að sérfræðisamningi. Þá var í sanmingi þessum gerð veruleg hreyting á vinnu- tíma lækna, þannig að fimm daga vikunnar stvttist hann um eina klst. og á laugardögum um fimm ldst., en auk þess 'hefur tími sá, er læknum er skylt að taka á móti vitjanaheiðnum, verið stvttur um fimm klst. alla daga vikunnar, kvöldvakt var lengd um eina klst., nema á laugardögum var lnin lengd um fimm klst. Neyðarvakt var tek- in upp aðra daga frá kl. 13—17. Grundvallarbreytingar voru gerðar á ákvörðun fastagjalds, þannig að nú greiðir samlagið fvrir 95% allra íbúa miðað við þjóðskrá. Nokkrar breytingar voru gerðar á skvldum lækna varðandi símaviðtalstíma og kvöldviðtalstíma. Þá voru gerð-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.