Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 70

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 70
88 LÆKNABLAÐIÐ miða í rétta átt og munu verða til nokkurra bóta, enda þótt þar sé aðeins stigið íyrsta skrefið. Fyrirsjáanlegt er, eins og nú horf- ir, að framkvæmd ákvæðanna um skylduvinnu læknakandidata í þeirri mynd, sem tíðkazt hefur, muni valda mjög óheppilegum töf- um á framhaldsnámi þeirra. Þessar tafir hefðu í för með sér aukinn kostnað við nám, sem síðar kæmi fram í hækkuðu verði á læknisþjón- ustu. Munu nú vera hér á landi 48 læknakandidatar, sem eiga ólokið þessari skylduvinnu, og þurfa flestir þeirra að ljúka henni á þessu ári, ef ekki á að koma til tafa eða trufl- ana á framhaldsnámi þeirra. Flestir þessir kandidatar eru útskrifaðir á árunum 1960, 1961 og 1962, en auk þess eru 45 kandidatar erlendis, sem eiga ólokið þessari skylduvinnu. Á næstu 3 árum er talið, að útskrif- ast muni rúmir 60 læknakandidatar (þ. e. árið 1963 22, 1964 20, og 1965 20). Allmargir kandidatar hafa nú beðið mánuðum saman eftir því að komast í pláss til skyldustarfa, og er fyrirsjáanlegt, að biðtiminn vex og biðlistinn lengist, öllum til tafar og tjóns, en engum til gagns. Læknafélagið telur það fullkomið neyðarúrræði og ófæra leið til fram- búðarfyrirkomulags að þvinga lækna með löggjöf til starfa. Þessi stefna Læknafélagsins var mótuð fyrir nær 23 árum af þáverandi stjórn þess, en hana skipuðu Sig- urður Sigurðsson, formaður, Krist- inn Björnsson, ritari, og Bergsveinn Ólafsson, gjaldkeri. Bar sú stjórn fram eftirfarandi ályktun, sem fé- lagsfundur samþykkti: „Fundur í L. R., haldinn 8. nóv. 1939, lýsir yfir þvi, að hann telur fullkomið neyðarúrræði að þvinga lækna með löggjöf til þess að ger- ast héraðslæknar. Fari svo, að enginn umsækjandi verði um einhver læknishéruð, vill L. R. beina þeirri áskorun til stjórnar L. 1., að hún beini öllum áhrifum sínum til þess að fá hina heppilegustu lausn þessara mála fyrir almenning og læknastéttina og það hið allra fyrsta, þar sem sýnt er, að málið þolir enga bið, enda láti hún einskis ófreistað, til þess að viðunandi skipun fáist á þetta mál án lagasetningar. L. R. vill þó sérstaklega benda á eftirfarandi: 1) að fylgt verði föstum reglum um veitingu læknisembætta, svo að læknar þurfi ekki að óttast, að þeir séu ginntir í lélegustu héruðin og síðan varnað þvi að flytjast í betri héruð. Þá teljum vér tryggingu í því, að veitingar- valdið hlíti yfirleitt tillögum land- læknis í þessum efnum. 2) að launakjör hinna fámenn- ustu héraða verði þannig bætt, að héraðslæknum þar verði tryggðar tekjur svo ríflegar, að þeir, öðrum héraðslæknum frem- ur, hafi ráð á að afla sér fram- haldsmenntunar, þar sem gera má ráð fyrir, að þeir vegna æfingar- skorts dragist frekar aftur úr í grein sinni.“ Frá því lögin um skylduvinnu læknakandidata voru sett fyrir 20 árum, hafa aðstæður breytzt á margan hátt, þannig að lög þessi eru á allan hátt óþarfari og að ýmsu leyti skaðlegri en nokkru sinni áður. Ber hér einkum að athuga tvennt: a) Læknanám hefur lengzt mjög sl. 20 ár. Meira en helmingur beztu starfsára fer í nám, allar óþarfa tafir hafa því alvarlegri afleiðingar en nokkru sinni fyrr, bæði fyrir einstaklinga og þjóð- félagið í heild. b) Nú er nóg framboð á starfs- kröftum ísl. lækna fyrir lands-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.