Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 75

Læknablaðið - 01.06.1963, Side 75
LÆKNABLAÐIÐ 91 hins virka efnis haldist sem bezt og nýtist, svo sem til er ætl- azt eftir lyfjagjöf. Af eðlileg- um ástæðum er augljóst, að lyfjagerð hér á landi mun seint komast í það horf, að hún geti tekið að sér hlutverk hinna stóru og reyndu erlendu lyfja- verksmiðja, og er því sérstak- lega varhugavert að skapa með löggjöf hinni innlendu lyfja- framleiðslu einokunaraðstöðu, samkeppni er hollt aðhald i þessum iðnaði sem öðrum. Hömlur á notkun sérlyfja geta þvi komið í veg fyrir, að sjúkl- ingar fái í öllum tilfellum hin beztu lyf, sem annars er völ á. Það er einnig varhugavert og óviðeigandi, að það sé sett i vald annarra en starfandi lækna að hafa áhrif á lyfjameðferð og lækningu sjúkra, taka þannig óbeint fram fyrir hendurnar á læknum og rýra með þvi gildi hins almenna lækningaleyfis, sem læknirinn hefur öðlazt fyr- ir þekkingu sína og reynslu. Verður að gera þá kröfu, að læknum sé jafnan í sjálfsvald sett að nota þau lyf, sem þeir telja bezt henta. Stjórn L. R. leggur þvi til, að 55. grein, ef ekki verður niðurfelld, verði breytt með tilliti til framan- greindra sjónarmiða. 6. 63. gr., d-liður falli niður, sbr. aths. við 3. gr., d-lið. 7. 66. gr. Stjórn L. R. leggur til, að grein- in falli niður, og vísar til at- hugasemdar við 54. gr., 1. máls- grein. Væntum við þess, að háttvirt heil- brigðis- og félagsmálanefnd neðri deildar Alþingis sjái sér fært að taka þessar breytingartillögur til greina. Virðingarfyllst, f. h. Læknafélags Reykjavikur. (Undirskriftir).“ Neðri deild er að ljúka af- greiðslu þessa máls, og hefur deildin tekið algerlega til greina nokkur meginatriði úr athuga- semdum félagsins. Hinn 27. nóv. 1962 barst L. R. hréf frá allsherjarnefnd samein- aðs Alþingis ásamt tillögu til þingsályktunar um haráttu gegn eiturlyf jum. Var óskað umsagn- ar stjórnar félagsins um mál þetta. Deildinni var ritað eftir- farandi bréf: „Reykjavík, 10. des. ’62. Til allsherjarnefndar sameinaðs Alþingis. Þökkum bréf hæstvirtrar allsherj- arnefndar sameinaðs Alþingis dags. 27. nóv. 1962 ásamt „tillögu til þingsályktunar um baráttu gegn eit- urlyfjanautn“ (mál 41). Af því, sem birzt hefur opinber- lega um neyzlu deyfi- og örvandi lyf ja, er augljóst, að hér er um vax- andi vandamál að ræða, sem getur breytzt í þjóðfélagsböl, sé eigi tekið í taumana í tæka tíð. Má í þessu sambandi einkum minna á skýrslu landlæknis, lögreglustjórans í Reykjavík og yfirsakadómara um þessi mál, ásamt ummælum yfir- læknis Slysavarðstofunnar (sbr. dagbl. Vísi 18. okt. ’62). Við lítum þannig á, að þar sem málið er í senn aðkallandi og mikil- vægt, þá hljóti ályktun þessi að vera heilbrigðisyfirvöldum aðstoð og hvatning, sem flýti rannsókn máls- ins og tryggi heppilegar aðgerðir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.